21.1.2014

Tvær sérstakar umræður miðvikudaginn 22. janúar

Miðvikudaginn 22. janúar verða tvær sérstakar umræður:
Kl. 3.30 síðdegis: Svört atvinnustarfsemi. Málshefjandi er Brynhildur Pétursdóttir, til andsvara verður fjármálaráðherra, Bjarni Benediktsson.

Kl. 4 síðdegis: Hátt vöruverð og málefni smásöluverslunar. Málshefjandi er Þorsteinn Sæmundsson og til andsvara verður fjármálaráðherra, Bjarni Benediktsson.