2.6.2014

Tölfræðilegar upplýsingar um 143. löggjafarþing

Þingfundum 143. löggjafarþings var frestað 16. maí. Það kom síðan saman til fundar þann 18. júní 2014. Á þingtímanum urðu þingfundadagar alls 94. Þingfundir voru 125 og stóðu þeir samtals í rúmar 600 klukkustundir. Af 172 frumvörpum voru 91 samþykkt sem lög og 49 þingsályktunartillögur voru samþykktar sem ályktanir Alþingis. Lengst var umræðan um fjárlög sem stóð í rúmar 47 klukkustundir og um aðildarviðræður við Evrópusambandið sem tók rúmar 27 klukkustundir.

Af 171 frumvarpi var 91 samþykkt sem lög, þar af voru 74 frá ríkisstjórn, 13 frá nefndum og fjögur frá þingmönnum.

Af 111 tillögum til þingsályktunar voru 48 samþykktar sem ályktanir Alþingis, 20 frá ríkisstjórn, 7 frá nefndum og 22 frá þingmönnum.

Stefnuraeda_forsaetisradherraÁ fyrirspurnarfundum var 56 fyrirspurnum svarað munnlega. Þá svöruðu ráðherra 226 fyrirspurnum í óundirbúnum fyrirspurnartímum.

Samtals var 21 skýrsla lögð fram, þar af var ein lögð fram samkvæmt beiðni. Til viðbótar voru lagðar fram tvær beiðnir þingmanna um skýrslur. Munnlegar skýrslur voru 7. Álit fastanefnda um skýrslur voru 8.

Sérstakar umræður urðu alls 41. Við frestun funda 16. maí var tala prentaðra þingskjala 1284.

Á þinginu voru 19 dagar eingöngu helgaðir nefndastarfi fyrir utan reglubundna nefndafundi yfir þingtímann. Þegar fundum 143. þings var frestað 16. maí höfðu verið haldnir 503 nefndafundir og eru það 63 fundir að meðaltali á hverja fastanefnd. Alls höfðu nefndafundir þá staðið í 895 klukkustundir, að meðaltali 112 klukkustundir á nefnd. Þá höfðu nefndum borist 1758 umsagnir og erindi og gestir á fundum nefnda voru 2127 manns.