18.3.2014

Tvær sérstakar umræður miðvikudaginn 19. mars

Miðvikudaginn 19. mars verða tvær sérstakar umræður:

Kl. 3.30 síðdegis: Staða framhaldsskólans, málshefjandi er Guðbjartur Hannesson og til andsvara verður mennta- og menningarmálaráðherra, Illugi Gunnarsson.

Kl. 4 síðdegis: Almannaréttur og gjaldtaka á ferðamannastöðum, málshefjandi er Katrín Jakobsdóttir og til andsvara verður umhverfis- og auðlindaráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson.