12.6.2013

Tvær sérstakar umræður fimmtudaginn 13. júní

Fimmtudaginn 13. júní fara fram tvær sérstakar umræður.
Kl. 11 árdegis: Kaltjón og harðindi á Norður- og Austurlandi. Málshefjandi er Haraldur Benediktsson og til andsvara verður sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og umhverfis– og auðlindaráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson.
Kl. 1.30 miðdegis: Staða þjóðmenningar og menningarmála almennt í stjórnskipuninni. Málshefjandi er Katrín Jakobsdóttir og til andsvara verður mennta- og menningarmálaráðherra, Illugi Gunnarsson.