15.5.2013

Ný útgáfa lagasafns - breytt orðaleit

Ný útgáfa lagasafnsins (141b) hefur verið birt á vef Alþingis. Þar er lagasafnið uppfært til 1. maí 2013.
Ný orðaleit, hefur verið tekin í gagnið í lagasafni þar sem meðal annars er hægt að leita að mörgum orðum í einu eða orðastrengjum, eftir orðstofnum og í eldri útgáfum lagasafnsins eða öllum útgáfum í einu.

Velja þarf úr fellilistum hvers konar orðaleit á að gera og í hvaða útgáfum lagasafnsins skal leita, sjálfvalin er leit í nýjustu útgáfu lagasafnsins.