19.2.2013

Tvær sérstakar umræður miðvikudaginn 20. febrúar

Miðvikudaginn 20. febrúar kl. 3.30 síðdegis verður umræða um viðbrögð við fjölgun ferðamanna á Íslandi, málshefjandi er Sigmundur Ernir Rúnarsson og til andsvara verður atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra, Steingrímur J. Sigfússon.

Miðvikudaginn 20. febrúar kl. 4 síðdegis verður umræða um síldardauða í Kolgrafafirði, málshefjandi er Jón Bjarnason og til andsvara verður umhverfis- og auðlindaráðherra, Svandís Svavarsdóttir.