15.2.2013

Þingsályktanasafn á vef

Safn með öllum þingsályktunum sem samþykktar hafa verið á Alþingi frá árinu 2001 hefur verið sett upp á vef Alþingis.

Nýjar ályktanir munu bætast við jafnóðum og þær eru samþykktar. Unnið er að því samræma frágang og flokka eldri ályktanir eftir efni og bæta þeim í safnið.

Hægt er að skoða allar ályktanir í safninu eftir efnisflokkum og eftir heiti ályktana eða númeri þeirra eða skoða ályktanir frá hverju þingi fyrir sig.