30.1.2013

Sérstakar umræður fimmtudaginn 31. janúar kl. 11 árdegis

Fimmtudaginn 31. janúar kl. 11 árdegis verður sérstök umræða um skattaumhverfi lítilla og meðalstórra fyrirtækja. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er málshefjandi og til andsvara verður fjármála- og efnahagsráðherra Katrín Júlíusdóttir.