22.1.2013

Tvær sérstakar umræður miðvikudaginn 23. janúar 2013

Miðvikudaginn 23. janúar kl. 3.30 síðdegis verða sérstakar umræður um fjárhagsstöðu íslenskra heimila. Málshefjandi er Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og til andsvara verður forsætisráðherra, Jóhanna Sigurðardóttir.

Miðvikudaginn 23. janúar kl. 4 síðdegis verða sérstakar umræður um raforku, fjarskipta- og samgöngumál Vestfirðinga. Að umræðubeiðninni standa Ólína Þorvarðardóttir og Einar K. Guðfinnsson. Til andsvara verður innanríkisráðherra, Ögmundur Jónasson.