12.11.2012

Skil sérfræðingahóps til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar

Sérfræðingahópur sem unnið hefur að undirbúningi frumvarps til stjórnarskipunarlaga á grundvelli tillagna stjórnlagaráðs hefur skilað drögum að frumvarpi (pdf). Í skilabréfi hópsins (pdf) eru raktar þær breytingar sem gerðar eru á tillögum stjórnlagaráðs og ábendingar um fleiri atriði sem þarfnist frekari skoðunar. Þá fylgja skilabréfinu minnisblöð (pdf) sem hópurinn óskaði eftir frá sérfræðingum þar sem fjallað er um afmarkaða þætti tillagnanna.

Í sérfræðingahópnum eru Guðmundur Alfreðsson, Hafsteinn Þór Hauksson, Oddný Mjöll Arnardóttir og Páll Þórhallsson.

Skilabréf með undirskrift (pdf)