6.4.2016

Óundirbúinn fyrirspurnatími 7. apríl

Á morgun, fimmtudaginn 7. apríl, verður næsti þingfuhdur. Hann hefst kl. 10:30 og verða óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra á dagskrá. Til svara verða fjármála- og efnahagsráðherra, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, mennta- og menningarmálaráðherra og umhverfis- og auðlindaráðherra. Áætlað er að óundirbúnu fyrirspurnirnar taki um eina klukkustund.