23.3.2016

Samúðarkveðjur Alþingis til Belgíu

Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, hefur sent belgískum starfsbræðrum sínum, forsetum fulltrúadeildar og öldungadeildar belgíska þingsins, samúðarkveðjur vegna hryðjuverkaárasarinnar í Brussel. Forseti Alþingis fordæmir tilræðismennina harðlega og vottar aðstandendum fórnarlamba og belgísku þjóðinni samúð Alþingis á þessum erfiðu tímum.