5.3.2015

Sérstök umræða um eflingu veikra byggða

Fimmtudaginn 5. mars kl. 11 árdegis verða sérstakar umræður um eflingu veikra byggða og atvinnuöryggi í minni sjávarbyggðum og möguleika á byggðafestu aflaheimilda í brothættum byggðum.
Málshefjandi er Lilja Rafney Magnúsdóttir og til andsvara verður sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson.