10.10.2018

Sérstök umræða um málefni öryrkja

Fimmtudaginn 11. október, um kl. 11:00, verða sérstakar umræður um málefni öryrkja. Málshefjandi er Guðmundur Ingi Kristinsson og til andsvara verður Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra.

Helstu áherslur og spurningar málshefjanda eru:

1. Mun félags- og jafnréttismálaráðherra sjá til þess að króna á móti krónu skerðingu verði afnuminn gagnvart öryrkjum um næstu áramót? (1. janúar 2019)
2. Mun félags- og jafnréttismálaráðherra sjá til þess að öryrkjar fái afturvirka leiðréttingu á krónu á móti krónu skerðingu frá 1. janúar 2017?
3. Telur félags- og jafnréttismálaráðherra krónu á krónu skerðingu vera brot á 65. gr. stjórnarskrárinnar, sem bannar mismunun?

Gudmundur-Ingi_Asmundur-Einar