27.8.2019

Síðasti yfirstjórnarfundur Helga Bernódussonar

Fráfarandi skrifstofustjóri Alþingis, Helgi Bernódusson, sat í morgun sinn síðasta yfirstjórnarfund en hann lætur af störfum nú um mánaðamótin. Ragna Árnadóttir, sem tekur við stöðunni 1. september, var einnig á fundinum, sem var að öðru leyti hefðbundinn.

Yfirstjórn veitir starfi skrifstofunnar forustu og annast samhæfingu í starfsemi hennar, sinnir þróun og mótar framtíðarsýn fyrir starf skrifstofunnar.

Sidasti-yfirstjornarfundur-HBFundinn sátu þau Auður Elva Jónsdóttir, fjármála- og rekstrarstjóri, Solveig K. Jónsdóttir, forstöðumaður upplýsingamála og ritari yfirstjórnar, Helgi Bernódusson skrifstofustjóri, Ragna Árnadóttir, verðandi skrifstofustjóri, og Þorsteinn Magnússon varaskrifstofustjóri.