26.8.2020

Síðsumarsþing hefst fimmtudaginn 27. ágúst

Síðsumarsþing hefst fimmtudaginn 27. ágúst. Við upphaf þingfundar, kl. 10:30, flytur forsætisráðherra Alþingi munnlega skýrslu um stöðu mála vegna heimsfaraldurs kórónuveiru. Í kjölfarið verða umræður um skýrsluna. Heildarumræðutíminn verður rúmar 90 mínútur. 

Eftir skýrsluumræðuna mun fjármála- og efnahagsráðherra mæla fyrir tillögu til þingsályktunar um breytingu á þingsályktun nr. 10/148 um fjármálastefnu fyrir árin 2018–2022. Fjármálastefna og allmörg mál tengd kórónuveirufaraldrinum koma til umfjöllunar þingsins næstu daga.