21.8.2017

Starfsáætlun 147. löggjafarþings - þingsetning 12. september

Forsætisnefnd Alþingis hefur afgreitt starfsáætlun fyrir 147. löggjafarþing, 2017-2018 , að höfðu samráði við ríkisstjórn og formenn þingflokka. Þingsetning verður 12. september.

 • Þingsetning er þriðjudaginn 12. sept. 2017.
 • Stefnuræða forsætisráðherra og umræður um hana verða að kvöldi miðvikudagsins 13. sept. 2017.
 • 1. umr. um fjárlagafrumvarp 2018 fer fram fimmtudaginn 14. sept. og föstudaginn 15. sept. 2017. Stefnt er að 2. umr. þriðjudaginn 14. nóv. og 3. umr. fimmtudaginn 23. nóv. 2017.
 • Skýrslur Íslandsdeilda um alþjóðastarf Alþingis verða ræddar fimmtudaginn 25. janúar 2018.
 • Fyrri umræða um fjármálaáætlun verður þriðjudaginn 20. mars 2018.
 • Skýrsla utanríkisráðherra um utanríkismál verður 10. apríl 2018.
 • Ný þingmál, sem eiga að koma á dagskrá fyrir jólahlé og fyrir sumarhlé, þurfa að berast skrifstofu Alþingis annars vegar fyrir lok nóvembermánaðar 2017 og hins vegar fyrir lok mars 2018.
 • Nefndastörfum lýkur 7. maí 2018.
 • Almennar stjórnmálaumræður (eldhúsdagur) verða mánudaginn 28. maí 2018.
 • Kjördæmadagar eru 2.– 5. okt. 2017 og 12.–15. febr. 2018.
 • Hátíðarfundur á Þingvöllum miðvikudaginn 18. júlí 2018. – Reikna má með að þingfundur verði haldinn degi áður í Reykjavík.