22.6.2020

Starfsáætlun Alþingis felld úr gildi

Á fundi forsætisnefndar í morgun var ákveðið að fella starfsáætlun Alþingis úr gildi frá og með deginum í dag. Eldhúsdagsumræður verða þó samkvæmt fyrri áætlun annað kvöld, 23. júní, með hefðbundnu sniði og hefjast kl. 19:30. Þingfundir og nefndafundir verða að öðru leyti boðaðir á þeim tímum sem henta með hliðsjón af stöðunni í þinghaldinu hverju sinni.