23.9.2020

Starfsáætlun Alþingis fyrir 151. löggjafarþing

Starfsáætlun fyrir 151. löggjafarþing hefur verið samþykkt af forsætisnefnd. Þingsetning verður fimmtudaginn 1. október og stefnuræða forsætisráðherra og umræður um hana að kvöldi sama dags.

Fyrsta umræða um fjárlagafrumvarp 2021 og fyrri umræða um fjármálaáætlun verða aðalmál 2. viku þingsins og hefst umræðan mánudaginn 5. október.