8.6.2021

Starfsáætlun Alþingis gildir ekki lengur

Á fundi forsætisnefndar í dag, 8. júní 2021, var einróma samþykkt að starfsáætlun Alþingis gildi ekki lengur. Samkvæmt starfsáætlun átti að fresta störfum Alþingis nk. fimmtudag, 10. júní, en ólíklegt er að það gangi eftir. Nefndir þingsins eru enn að störfum og tilhögun þinghalds næstu daga verður því með öðrum hætti en ráðgert var í starfsáætlun.