1.10.2020

Stefnuræða forsætisráðherra og umræður um hana 1. október 2020 – röð flokka og ræðumenn

Umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra verður útvarpað og sjónvarpað í kvöld, fimmtudaginn 1. október, kl. 19:30. Umræðurnar skiptast í þrjár umferðir. Hver þingflokkur hefur 6 mínútur í fyrstu umferð, 5 mínútur í annarri umferð og 4 mínútur í þriðju umferð en forsætisráðherra hefur 12 mínútur til framsögu.

Röð flokkanna er í öllum umferðum þessi:

  • Vinstrihreyfingin – grænt framboð
  • Miðflokkurinn
  • Samfylkingin
  • Sjálfstæðisflokkur
  • Píratar 
  • Framsóknarflokkur
  • Viðreisn
  • Flokkur fólksins

Ræðumenn fyrir Vinstrihreyfinguna – grænt framboð verða Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í fyrstu umferð, Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra í annarri umferð og Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra í þriðju umferð.

Ræðumenn fyrir Miðflokkinn verða Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, 3. þingmaður Norðausturkjördæmis, í fyrstu umferð, í annarri Bergþór Ólason, 4. þingmaður Norðvesturkjördæmis, og í þriðju umferð Ólafur Ísleifsson, 10. þingmaður Reykjavíkurkjördæmis norður.

Fyrir Samfylkinguna tala Logi Einarsson, 5. þingmaður Norðausturkjördæmis, í fyrstu umferð, Guðmundur Andri Thorsson, 4. þingmaður Suðvesturkjördæmis, í annarri umferð og Helga Vala Helgadóttir, 4. þingmaður Reykjavíkurkjördæmis norður, í þriðju.

Fyrir Sjálfstæðisflokkinn tala Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, í fyrstu umferð, í annarri Bryndís Haraldsdóttir, 2. þingmaður Suðvesturkjördæmis, og í þriðju umferð Páll Magnússon, 1. þingmaður Suðurkjördæmis.

Ræðumenn Pírata verða í fyrstu umferð Halldóra Mogensen, 11. þingmaður Reykjavíkurkjördæmis norður, Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, 4. þingmaður Reykjavíkurkjördæmis suður, í annarri og í þriðju umferð Björn Leví Gunnarsson, 11. þingmaður Reykjavíkurkjördæmis suður.
Fyrir Framsóknarflokkinn tala í fyrstu umferð Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, í annarri Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, og í þriðju umferð Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra.

Ræðumenn Viðreisnar verða í fyrstu umferð Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, 7. þingmaður Suðvesturkjördæmis, Hanna Katrín Friðriksson, 7. þingmaður Reykjavíkurkjördæmis suður, í annarri og Jón Steindór Valdimarsson, 13. þingmaður Suðvesturkjördæmis, í þriðju umferð.

Fyrir Flokk fólksins tala í fyrstu og þriðju umferð Inga Sæland, 8. þingmaður Reykjavíkurkjördæmis suður, og Guðmundur Ingi Kristinsson, 12. þingmaður Suðvesturkjördæmis í annarri umferð.

Þingmenn utan flokka, þau Andrés Ingi Jónsson og Rósa Björk Brynjólfsdóttir, tala 4 mínútur hvort við lok 1. umferðar.

Stefnuraeda2020_samsett_2_