3.9.2024

Sumarfundur forsætisnefndar í Rangárþingi ytra

Forsætisnefnd hélt sinn árlega sumarfund á Hótel Rangá í Rangárþingi ytra dagana 2. og 3. september. Sumarfundir forsætisnefndar eru haldnir í kjördæmum landsins til skiptis áður en nýtt löggjafarþing kemur saman og nú var röðin komin að Suðurlandi. Þetta eru að jafnaði tveggja daga fundir þar sem fjölmörg mál er varða starfsemi og rekstur þingsins og stofnana þess eru rædd.

Ásamt forsætisnefnd sitja fundinn embættismenn frá skrifstofu þingsins. Einnig sátu ríkisendurskoðandi og umboðsmaður Alþingis þann hluta fundarins þar sem fjallað var um málefni þeirra stofnana. 

2024-03-09-Sumarfundur-forsaetisnefndar-Hotel-Ranga_1

Forsætisnefnd Alþingis og áheyrnarfulltrúar, ásamt starfsfólki skrifstofu Alþingis, umboðsmanni og ríkisendurskoðanda: Auður Elva Jónsdóttir, Gísli Rafn Ólafsson, Oddný G. Harðardóttir, Jódís Skúladóttir, Bergþór Ólason, Ásthildur Lóa Þórsdóttir, Guðmundur Björgvin Helgason, Birgir Ármannsson, Ásmundur Friðriksson, Skúli Magnússon, Ragna Árnadóttir og Þórhallur Vilhjálmsson.