31.3.2020

Þingfundur á fimmtudag

Forseti Alþingis hefur fallist á ósk formanna stjórnarandstöðuflokkanna um að boða til þingfundar fimmtudaginn 2. apríl nk. Á dagskrá fundarins er eingöngu óundirbúinn fyrirspurnatími þar sem þingmönnum gefst kostur á að beina spurningum til ráðherra skv. 58. gr. þingskapa. Fundurinn hefst kl. 10:30 árdegis. Til svara verða: Fjármála- og efnahagsráðherra, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, utanríkis- og þróunarmálaráðherra, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, mennta- og menningarmálaráðherra og dómsmálaráðherra.