6.12.2017

Þingsetning 148. löggjafarþings

Nýtt löggjafarþing, 148. þing, kemur saman fimmtudaginn 14. desember 2017 samkvæmt forsetabréfi um samkomudag Alþingis sem gefið var út þann 5. desember. Alþingi verður sett að lokinni guðsþjónustu í Dómkirkjunni sem hefst kl. 13.30.

 

Stefnuræða forsætisráðherra og umræður um hana verða fimmtudagskvöldið 14. desember kl. 19.30.

Fjármálaráðherra mælir fyrir frumvarpi til fjárlaga fyrir árið 2018 föstudaginn 15. desember kl. 10.30.