25.11.2021

Þingsetningarfundi fram haldið kl. 13 í dag

Þingsetningarfundinum sem frestað var á þriðjudaginn verður fram haldið kl. 13 í dag. Á dagskrá fundarins er rannsókn kjörbréfa, umræður og atkvæðagreiðslur.