14.9.2017

Tilhögun 1. umræðu frumvarps til fjárlaga 2018

Fjármálaráðherra mælti fyrir frumvarpi til fjárlaga 2018 fimmtudaginn 14. september. Í kjölfarið fylgir almenn umræða um frumvarpið. Föstudaginn 15. september munu fagráðherrar ræða sína málaflokka í þingsal. Hver ráðherra hefur stutta framsögu og í kjölfarið gefst fulltrúum allra flokka færi á að beina fyrirspurnum til ráðherra.

Áætlun um fyrirkomulag umræðu

Kl. 10.30 Forsætisráðherra, Bjarni Benediktsson.

Kl. 11.45 Félags- og jafnréttismálaráðherra, Þorsteinn Víglundsson.

Kl. 13.00 – 13:30 Hádegishlé.

Kl. 13.30 Umhverfis- og auðlindaráðherra, Björt Ólafsdóttir.

Kl. 14.45 Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, Jón Gunnarsson.

Kl. 16.00 Dómsmálaráðherra, Sigríður Á. Andersen.

Kl. 17:15 Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, Þorsteinn Víglundsson fyrir Þorgerði K. Gunnarsdóttur.

Kl. 18.30 – 19:00 Kvöldverðarhlé.

Kl. 19.00 Mennta- og menningarmálaráðherra, Kristján Þór Júlíusson.

Kl. 20.15 Heilbrigðisráðherra, Óttarr Proppé.

Kl. 21.30 Ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir.

 Kl. 22.45 Utanríkisráðherra, Guðlaugur Þór Þórðarson.

Við lok umræðunnar talar fjármálaráðherra (10 mín.), talsmenn þingflokka (10 mín.), lokaorð ráðherra (5 mín.).Ráðherrar röð í umræðu um fjárlög