8.4.2016

Tilhögun þingfundar

Fyrri þingfundurinn hefst kl. 10 með einu dagskrármáli: Tilkynningu frá ríkisstjórninni. Forsætisráðherra greinir frá myndun nýrrar ríksstjórnar. Þessi umræða stendur í tvo klukkutíma.

Seinni þingfundurinn hefst kl. 13 með einu dagskrármáli: Vantraust á ríkisstjórnina, þingrof og nýjar kosningar. Mun sú umræða standa í fjórar klukkustundir. Að henni lokinni fer fram atkvæðagreiðsla. Þessari umræður er skipt að hálfu jafnt milli flokka og að hálfu eftir hlutfalli.