11.11.2015

Tvær sérstakar umræður fimmtudaginn 12. nóv.

Fimmtudaginn 12. nóv. kl. 11 verða sérstakar umræður um stöðu fatlaðra nemenda í framhaldsskólum. Málshefjandi er Páll Valur Björnsson og til andsvara verður menntamálaráðherra.

Kl. 11.30 verða sérstakar umræður um Rúv skýrsluna. Málshefjandi er Svandís Svavarsdóttir og til andsvara verður menntamálaráðherra.