6.3.2018

Umræður um vantraust á dómsmálaráðherra

Fyrirkomulag umræðna um vantraust á dómsmálaráðherra, 6. mars 2018

Umræðan hefst kl. 16.30.

Fyrirkomulag umræðna:
Flokkur framsögumanns fær 15 mín.
Flokkur ráðherra fær 15 mín.
Aðrir þingflokkar fá 12 mín.
 
Allir þingflokkar fá 3 mín. í lok umræðunnar.
 
Ræðutíma hvers þingflokks má skipta milli þingmanna hans. – Almennt er reiknað með að hver þingflokkur hafi tvo ræðumenn í alm. umræðunum og verði þeim raðað í tvær umferðir.

Samfylking hefur umræðuna, en Píratar eru fyrstir í síðari umferð.

Atkvæðagreiðsla:
Umræðan stendur þá í röskar tvær klukkustundir og korter; atkvæðagreiðsla gæti hafist rétt fyrir kl. 19.