13.6.2016

Yfirlit yfir þingstörfin á 145. löggjafarþingi – við þingfrestun 8. júní

Fundum Alþingis var frestað 8. júní 2016 til 15. ágúst. 145. löggjafarþing hófst 8. september 2015. Þegar fundum var frestað 8. júní 2016 voru þingfundir orðnir 131, þingfundadagar 109 og fundir fastanefnda 516. Þá höfðu 80 mál orðið að lögum og 53 ályktanir verið samþykktar.

Þingfundir

8. júní voru þingfundir samtals orðnir 131 og höfðu staðið í 636 klukkustundir. Meðallengd þingfunda var 4 klukkustundir og 51 mín. Lengsti þingfundurinn stóð í 16 klst. og 39 mínútur.  Þingfundadagar voru 109.

Lagafrumvörp

Af 204 frumvörpum eru alls 80 orðin að lögum, 123 óútrædd og einu hefur verið vísað til ríkisstjórnar. Af frumvörpum sem urðu að lögum voru 64 stjórnarfrumvörp, 14 frumvörp frá nefndum eða meiri hluta nefndar og 2 frá þingmönnum.

Þingsályktunartillögur

Alls hafa verið lagðar fram 165 þingsályktunartillögur. Samþykktar þingsályktanir eru samtals 53, frá ríkisstjórn 29, 7 frá nefnd eða meiri hluta nefndar og 17 frá þingmönnum, einni þingmannatillögu var vísað til ríkisstjórnar og ein felld.

Fyrirspurnir á þingskjölum til munnlegs og skriflegs svars

Fyrirspurnir á þingskjölum eru samtals 410, 273 hefur verið svarað skriflega og 76 munnlega, ein kölluð aftur og 11 felldar niður vegna ráðherraskipta. Við þingfrestun 8. júní biðu 40 fyrirspurnir skriflegs svars og 11 munnlegs.

Skýrslur

28 skriflegar skýrslur höfðu verið lagðar fram 8. júní, þar af 4 samkvæmt beiðni, en 11 beiðnir um skýrslur höfðu borist. Tvö álit nefnda um skýrslu eru komin fram. Munnlegar skýrslur eru þrjár.

Fjöldi mála og þingskjala

Þingmál til meðferðar í þinginu eru orðin 816 og tala prentaðra þingskjala 1509.

Óundirbúnar fyrirspurnir

Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra eru orðnar 264.

Sérstakar umræður

47 sérstakar umræður hafa farið fram.

Störf þingsins

73 þingmenn tóku til máls um störf þingsins á 46 þingfundum.

Fundir fastanefnda

Fastanefndir þingsins höfðu haldið 516 fundi þegar þingfundum var frestað 8. júní. 

Aðsókn að Skólaþingi.

Þingveturinn 2015-2016 komu 1732 nemendur úr 39 skólum í 81 heimsókn í Skólaþingið. Voru þetta nemendur eingöngu úr elstu bekkjum grunnskólans.

Sjá yfirlit yfir stöðu mála á þinginu og tölfræði þingfunda

 

Þingfundur