28.2.2022

Yfirlýsing forsætisráðherra um fordæmingu innrásar Rússa í Úkraínu

Forsætisráðherra, Katrín Jakobsdóttir, kvaddi sér hljóðs á Alþingi sl. fimmtudag og fordæmdi harðlega fyrir hönd íslenskra stjórnvalda innrás Rússa í Úkraínu.

Yfirlýsing ráðherra og umræða 24. febrúar

Forsætisráðherra nýtti sér heimild 61. gr. þingskapa sem kveður á um að forseti geti á fundartíma heimilað ráðherrum og formönnum stjórnmálaflokka að gefa sérstaka yfirlýsingu og fulltrúum annarra flokka að bregðast við henni.

Málið var rætt áfram í fyrirspurnatíma á Alþingi í dag, 28. febrúar, og spurst nánar fyrir um viðbrögð íslenskra stjórnvalda. Þingmenn beindu einkum spurningum til forsætisráðherra en auk Katrínar svaraði háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, spurningu um málið.