Hljóð- og myndupptökur

Hljóð- og myndupptökur eru aðgengilegar á vef Alþingis frá því í október 2007.

Hljóð- og myndupptökur birtast á vef Alþingis á þeim stöðum sem ræður og þingfundir eru birt á vef: 

 • Þingfundir yfirstandandi þings og fyrri þinga 
  Athugið að myndupptökur af fundum eru aðgengilegar á vef í lok fundar eða í fundarhléum, í síðasta lagi í lok fundardags en hljóðupptökur strax að lokinni ræðu.
 • Síða þingmáls 
  Upptökur af ræðum sem tilheyra einstaka málum má nálgast af síðu málsins Þá er valið Horfa sem birtist undir fyrirsögninni Umræða, þá er hægt að velja einstaka ræður eða horfa/hlusta á umræðuna í heild.  
 • Ræðulistar þingmanna 
  Til að finna ræður einstakra þingmanna er fljótlegast að velja tengilinn Ræður undir Þingfundir og mál á forsíðu. Þar undir er tengill, Leita að skráðum ræðum, þá er nóg að velja nafn viðkomandi þingmanns og velja leita, þá kemur upp listi yfir ræður á yfirstandandi þingi. Einnig má velja tengilinn Ræður þingmanna eftir þingum, velja þar númer þings og síðan nafn þingmanns.

  Einnig er hægt að fá upp ræðulista einstakra þingmanna með því að velja tengilinn Þingmenn í ljósbláa fletinum efst á forsíðu, velja þar Alþingismenn og úr þeim lista sem þá birtist er hægt að smella á nafn hvers þingmanns og fá upp sérstaka síðu fyrir hvern og einn. Þar er smellt á Þingstörf og er þá m.a. hægt að fá upp ræður þeirra eftir þingum.

  Auk þessa er hægt að finna ræður eftir að texti þeirra hefur verið skráður með því að því að velja orðleit í ræðutexta: Veljið Ræður í ljósbláa fletinum efst á forsíðu og svo Orðaleit í ræðutexta. Dæmi um lista með leitarniðurstöðu. 
 • Upptökur af opnum fundum nefnda

Upptökur af opnum fundum nefnda eru einnig á vef Alþingis, bæði heildarlisti og af síðu hverrar nefndar.