Skjalavinnsla

Skjalavinnsla og sniðmát

Hér má finna sniðmát fyrir nokkrar gerðir þingskjala. Í þeim eru stílar fyrir meginmál og mismunandi gerðir fyrirsagna til að auðvelda uppsetninguna. Fyrir neðan eru einnig ýmsar upplýsingar um þingskjöl, m.a. um útlit þeirra.

Nánari upplýsingar um stjórnarfrumvörp og tillögur: stjornarskjol@althingi.is
Nánari upplýsingar um önnur þingskjöl: skjalavinnsla@althingi.is

Sniðmát (templates)

Sniðmát fyrir önnur þingskjöl eru uppsett á innanhússtölvum Alþingis. Þau má nálgast í Word með því að smella á File – New – Shared eða My templates – Þingskjöl.

Útlit þingskjala

  • Uppsetning þingskjala er samkvæmt venju í föstum skorðum. Miðað er við að hún sé sem látlausust, t.d. er lítið um leturbreytingar.
  • Þingskjöl eru prentuð í svokölluðu crown-broti sem er töluvert minna en A4. Prentflöturinn í þingskjölum er 20,5 x 13,8 cm. Myndir, töflur og annað þarf að rúmast innan þess ramma.
  • Letur: Times New Roman.
  • Leturstærð: Texti í meginmáli er 10,5 punktar og sama leturstærð er á fyrirsögnum (öðrum en fyrirsögn skjalsins sjálfs). Smærra letur er stundum notað í töflum og víðar ef sérstök ástæða þykir til.
  • Þingskjöl eru nær alltaf prentuð í svart-hvítu. Litútgáfur af myndum sjást þó í pdf-skjölum á netinu.
  • Blaðsíðunúmer eru efst á síðu fyrir miðju. Blaðsíðutal í þingskjölum þarf að vera samfellt.
  • Fyrsta lína málsgreinar er alltaf inndregin og ekki er aukabil milli málsgreina.
  • Í sniðmátum þingskjala hafa verið skilgreindir stílar fyrir meginmál og mismunandi gerðir fyrirsagna til að auðvelda uppsetninguna. Stílarnir eru í kassanum Styles á Home-flipanum á borðanum efst. Hægt er að smella á litla boxið með örinni neðst í hægra horninu á Styles-kassanum til að fá aðgengilegan lista yfir stílana.

Númer

  • Þingskjöl bera bæði þingskjalsnúmer og málsnúmer. Þingfundaskrifstofa gefur skjölunum númer eftir að þau hafa verið send henni til framlagningar. Öll skjöl í sama þingmáli hafa sameiginlegt málsnúmer en mismunandi þingskjalsnúmer. Sem dæmi má nefna að svar ber sama málsnúmer og viðkomandi fyrirspurn en fær sitt eigið þingskjalsnúmer þegar þingfundaskrifstofa fær svarið í hendur.

Annað

  • Í þingskjölum koma ekki fram útgáfuupplýsingar, svo sem um prentsmiðju og ISBN-/ISSN-númer.