Tilkynningar

15.8.2018 : Þingskjölum útbýtt á vef Alþingis miðvikudaginn 15. ágúst

Eftirfarandi þingskjölum var útbýtt á vef Alþingis miðvikudaginn 15. ágúst:Alþingi

Lesa meira

19.7.2018 : Þátttaka forseta danska þjóðþingsins í hátíðarhöldum í tilefni af 100 ára afmæli fullveldisins

Forseti Alþingis hefur um nokkurra mánaða skeið undirbúið þingfundinn á Þingvöllum, og rætt undirbúninginn jöfnum höndum við forsætisnefnd og formenn þingflokkanna. Sjálfsagt þótti frá byrjun, í ljósi tilefnisins, að forseti danska þingsins yrði í sérstöku hlutverki á þessum hátíðarfundi. Danska þingforsetanum var því boðið til landsins sem fulltrúa gagnaðila að fullveldissamningunum.

Lesa meira

19.7.2018 : Fundur forseta þjóðþinga Norðurlanda og Eystrasaltsríkja

Fundur forseta þjóðþinga Norðurlanda og EystrasaltsríkjaÁrlegur fundur forseta þjóðþinga Norðurlanda og Eystrasaltsríkja var haldinn í Reykjavík, í Alþingishúsinu, fimmtudaginn 19. júlí. 

Lesa meira

17.7.2018 : Dagskrá hátíðarfundar Alþingis á Þingvöllum 18. júlí kl. 14

  • 100 ára afmæli fullveldis á Þingvöllum

Dagskráin hófst kl. 14 með lúðragjalli. Að því loknu var þingfundur settur. Eitt dagskrármál var til afgreiðslu á fundinum. Að lokinni umræðu um málið fór fram atkvæðagreiðsla. Forseti danska þingsins og forseti Íslands ávörpuðu fundinn.

Lesa meira

17.7.2018 : Hátíðarfundur Alþingis á Þingvöllum

100 ára afmæli fullveldis á ÞingvöllumHátíðarfundur Alþingis var haldinn fimmtudaginn 18. júlí kl. 14 að Lögbergi á Þingvöllum til að minnast 100 ára afmælis fullveldisins.

Lesa meira

13.7.2018 : Tvö þingmál í tilefni fullveldisafmælisins

Tillaga_100_ara_fullveldiÚtbýtt hefur verið á vef þingsins tveimur þingmálum, tillögu formanna stjórnmálaflokkanna um verkefni í þágu barna og ungmenna, og um rannsóknir er stuðli að sjálfbærni auðlinda hafsins og nýtt hafrannsóknaskip.  Jafnframt var útbýtt tillögu forsætisnefndar um útgáfu tveggja rita í samvinnu við Hið íslenska bókmenntafélag, um Þingvelli í íslenskri myndlist og um bókmenntasögu Íslands.

Lesa meira

11.7.2018 : Hátíðarfundur Alþingis á Þingvöllum 18. júlí

Merki 100 ára fullveldisafmælis

Hátíðarfundur Alþingis verður haldinn að Lögbergi á Þingvöllum fimmtudaginn 18. júlí 2018. Fundurinn hefst kl. 14 og reiknað er með að honum ljúki fyrir kl. 16.

Lesa meira

3.7.2018 : Heimsókn varaforseta Kínverska ráðgjafarþingsins

Heimsókn varaforseta Kínverska ráðgjafarþingsins, Zhang Qingli, til forseta AlþingisSteingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, tók á móti Zhang Qingli, varaforseta Kínverska ráðgjafarþingsins, og sendinefnd í Alþingi.

Lesa meira

3.7.2018 : Lögfræðingur á nefndasviði

AlþingiNefndasvið Alþingis sinnir sérfræðiaðstoð og -þjónustu við þingnefndir og þingmenn. Meginmarkmið starfs sviðsins er að tryggja gæði lagasetningar. Fastanefndir Alþingis undirbúa alla löggjöf en sinna auk þess eftirlitshlutverki með framkvæmdarvaldinu.

Lesa meira

3.7.2018 : Lögfræðingur á lagaskrifstofu

AlþingiLagaskrifstofa Alþingis sinnir verkefnum fyrir forseta, forsætisnefnd og yfirstjórn skrifstofu Alþingis. Hún er jafnframt öðrum starfseiningum til ráðgjafar auk þess sem skrifstofan sinnir verkefnum tengdum alþingismönnum og kosningum.

Lesa meira