Tilkynningar

16.3.2018 : Viðvera ráðherra í óundirbúnum fyrirspurnatíma mánudaginn 19. mars

Þingmenn í þingsal við upphaf 148. þingsViðvera ráðherra í óundirbúnum fyrirspurnatíma mánudaginn 19. mars klukkan 15:00: Heilbrigðisráðherra, ferðamála-, iðnaðar-  og nýsköpunarráðherra, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, umhverfis- og auðlindaráðherra og dómsmálaráðherra.

Lesa meira

16.3.2018 : Viðvera ráðherra í óundirbúnum fyrirspurnatíma fimmtudaginn 22. mars

Síða um laun og kostnaðargreiðslurViðvera ráðherra í óundirbúnum fyrirspurnatíma fimmtudaginn 22. mars klukkan 10:30: Forsætisráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra, mennta- og menningarmálaráðherra.

Lesa meira

16.3.2018 : Laun og starfskjör þingmanna á Norðurlöndum

Yfirlit um laun og starfskjör þingmanna í ríkjum Norðurlanda utan Íslands, tekið saman af rannsóknarþjónustu Alþingis og byggir á gögnum sem rannsóknarþjónusta norska Stórþingsins hafði nýlega aflað.

Lesa meira

16.3.2018 : Umsóknir um dvöl í íbúð fræðimanns í Kaupmannahöfn 2018–2019

Jónshús_FræðimannsíbúðÍbúð fræðimanns í Kaupmannahöfn í húsi Jóns Sigurðssonar er laus til afnota 29. ágúst 2018 til 27. ágúst 2019. Umsóknir skulu hafa borist eigi síðar en 17. apríl næstkomandi. Nánari upplýsingar er að finna á vef Jónshúss.

Lesa meira

16.3.2018 : Fjármála- og rekstrarstjóri Alþingis

Merki AlþingisSkrifstofa Alþingis auglýsir eftir fjármála- og rekstrarstjóra sem hefur umsjón með fjármálum, almennum rekstri, upplýsingatækni og rekstri eigna Alþingis.

Lesa meira

14.3.2018 : Skjalastjóri skrifstofu Alþingis

Merki Alþingis

Skrifstofa Alþingis leitar að skjalastjóra til að leiða þróun skjalamála Alþingis. Hlutverk hans er að hafa umsjón með skjalastjórnun og skjalavörslu skrifstofunnar í samræmi við skjalastefnu hennar.  

Lesa meira

14.3.2018 : Upptaka af opnum fundi um skýrslu umboðsmanns Alþingis

Opinn fundur um skýrslu umboðsmanns AlþingisUpptaka af fundi um skýrslu umboðsmanns Alþingis í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd mánudaginn 12. mars kl. 10:00. 

Lesa meira

13.3.2018 : Ritstjóri vefs Alþingis

Merki AlþingisSkrifstofa Alþingis auglýsir laust til umsóknar starf vefritstjóra á skrifstofu Alþingis. Hlutverk vefritstjóra er meðal annars gerð og framsetning efnis á vef Alþingis og öðrum vefjum á vegum þingsins.

Lesa meira

12.3.2018 : Endurgreiðsla aksturskostnaðar þingmanna í janúar 2018

Vegna umræðu sem orðið hefur í fjölmiðlum eftir birtingu upplýsinga á vef Alþingis sl. föstudag um endurgreiðslu ferðakostnaðar þingmanna innan lands vill skrifstofan árétta að upphæðir sem þar voru birtar fyrir janúarmánuð 2018 miðuðust við hvenær reikningar voru bókaðir á skrifstofu Alþingis.

Lesa meira

12.3.2018 : Varamenn taka sæti

Mánudaginn, 12. mars tók María Hjálmsdóttir sæti á Alþingi sem varamaður fyrir Albertínu Friðbjörgu Elíasdóttur, Una Hildardóttur tók sæti fyrir Ólaf Þór Gunnarsson, Stefán Vagn Stefánsson tók sæti  fyrir Ásmund Einar Daðason, Sigríður María Egilsdóttir fyrir Þorgerði K. Gunnarsdóttur og Olga Margrét Cilia fyrir Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur. 

Lesa meira