Tilkynningar

26.3.2019 : Dagskrá nefndafunda fimmtudaginn 28. mars

Í samræmi við ákvörðun um að þingfundur verði kl. 10:30 fimmtudaginn 28. mars styttist nefndadagur og verður einungis eftir hádegi.

Lesa meira

26.3.2019 : Breytingar á starfsáætlun fimmtudaginn 28. mars

Ákveðið hefur verið að hafa þingfund fimmtudaginn 28. mars, sem átti samkvæmt starfsáætlun Alþingis að vera nefndadagur. Fundinum er bætt við til að ljúka fyrri umræðu um fjármálaáætlun og hefst hann klukkan 10:30.

Lesa meira

25.3.2019 : Opinn fundur í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd miðvikudaginn 27. mars

  • Atvinnuveganefnd_1

Opinn fundur í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd

Opinn fundur verður haldinn í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd miðvikudaginn 27. mars kl. 9-11. Umfjöllunarefni fundarins er lög um gjaldeyrismál og stjórnsýsla Seðlabanka Íslands við framkvæmd gjaldeyriseftirlits.

Lesa meira

23.3.2019 : Norræn samvinna, hornsteinn í alþjóðlegu samstarfi

Dagur Norðurlandanna er laugardaginn 23. mars. Af því tilefni ritaði forseti Alþingis, Steingrímur J. Sigfússon, eftirfarandi grein um norrænt samstarf. Af sama tilefni blakta fánar allra Norðurlandanna við Alþingishúsið á þessum degi.

Lesa meira

23.3.2019 : Flaggað við Skála Alþingis á degi Norðurlanda

Nordurlandafanar_23032019Þjóðfánar Norðurlandanna voru dregnir að hún við Skála Alþingis í morgun, á degi Norðurlanda, 23. mars. Á fundi forsætisnefndar 26. febrúar sl., var lögð fram samþykkt forsætisnefndar Norðurlandaráðs frá 6. nóv. 2018 um að landsdeildir ráðsins hvetji norrænu þingin til að draga þjóðfána landanna á stöng ár hvert á degi Norðurlanda 23. mars. Forsætisnefnd samþykkti að fánarnir yrðu dregnir að hún við Skála Alþingis líkt og gert var síðasta ár.

Lesa meira

22.3.2019 : Umsóknir um dvöl í íbúð fræðimanns í Kaupmannahöfn 2019–2020

Jónshús_FræðimannsíbúðÍbúð fræðimanns í Kaupmannahöfn, samkvæmt reglum um hús Jóns Sigurðssonar, er laus til afnota tímabilið 28. ágúst 2019 til 25. ágúst 2020. Umsóknir um íbúðina skulu hafa borist skrifstofu Alþingis eigi síðar en þriðjudaginn 23. apríl næstkomandi. Nánari upplýsingar er að finna á vef Jónshúss.

Lesa meira

22.3.2019 : Aðalmaður tekur sæti

Mánudaginn 25. mars tekur Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sæti á ný á Alþingi og víkur þá varamaður hennar, Sigríður María Egilsdóttir, af þingi.

Lesa meira

22.3.2019 : Sérstök umræða um starfsmannaleigur mánudaginn 25. mars

ThorsteinnViglundsson_AsmundurEinarMánudaginn 25. mars um kl. 15:45 verður sérstök umræða um starfsmannaleigur og eftirlit með starfsemi þeirra. Málshefjandi er Þorsteinn Víglundsson og til andsvara verður Ásmundur Einar Daðason félags- og barnamálaráðherra.

Lesa meira

22.3.2019 : Óundirbúnar fyrirspurnir mánudaginn 25. mars

Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra verða á dagskrá við upphaf þingfundar mánudaginn 25. mars kl. 15:00. Þá verða til svara fjármála- og efnahagsráðherra, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, heilbrigðisráðherra, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra og dómsmálaráðherra, mennta- og menningarmálaráðherra, félags- og barnamálaráðherra og umhverfis- og auðlindaráðherra.

Lesa meira

22.3.2019 : Bein útsending frá þingfundum á RÚV 2

Samkomulag hefur verið gert við RÚV um að útsendingum frá þingfundum og opnum nefndarfundum verði sjónvarpað beint á RÚV 2 til viðbótar við útsendingu á RÚV. Breytingin gengur í gildi mánudaginn 25. mars.

Lesa meira