Tilkynningar

287 þúsund gestir sóttu viðburði aldarafmælis sjálfstæðis og fullveldis Íslands

9.4.2019

287 þúsund gestir sóttu viðburði á dagskrá aldarafmælis sjálfstæðis og fullveldis Íslands 2018 og tæplega 15 þúsund einstaklingar voru virkir þátttakendur í viðburðunum. Alls voru 459 viðburðir skráðir á dagskrárvef afmælisársins. Þar af voru 268 styrktir af afmælisnefnd, að undangenginni auglýsingu og valferli, og 191 þátttökuviðburður. Áætlanir afmælisnefndar, bæði verkefna- og fjárhagsáætlun, stóðust og skilar nefndin af sér innan fjárheimilda.

Þetta kemur fram í nýútkominni skýrslu afmælisnefndar aldarafmælis sjálfstæðis og fullveldis Íslands þar sem m.a. má finna upplýsingar um framkvæmd afmælisársins og yfirlit yfir öll verkefni sem skráð voru á dagskrá afmælisársins.

Í skýrslunni er m.a. að finna yfirlit um þau verkefni sem afmælisnefnd voru falin samkvæmt þingsályktun sem og yfirlit yfir öll verkefni sem voru skráð á dagskrárvef afmælisársins. 

Fullveldisafmaeli

Einar K. Guðfinnsson formaður afmælisnefndar og Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir framkvæmdastjóri afhentu forsætisráðherra skýrslu afmælisnefndar. 
Frá vinstri: Ragnhildur Arnljótsdóttir, Katrín Jakobsdóttir, Einar K. Guðfinnsson og Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir.