Tilkynningar
Nefndadagar 8.–10. mars
Þriðjudagurinn 9. mars og miðvikudagurinn 10. mars eru nefndadagar samkvæmt starfsáætlun Alþingis. Mánudagurinn 8. mars er hefðbundinn nefndadagur samkvæmt fundatöflu fastanefnda fyrir febrúar og mars.
Lesa meiraSérstök umræða fimmtudaginn 4. mars um endurhæfingarúrræði fyrir fólk með ákominn heilaskaða
Fimmtudaginn 4. mars um kl. 13:30 verður sérstök umræða um endurhæfingarúrræði fyrir fólk með ákominn heilaskaða. Málshefjandi er Halla Signý Kristjánsdóttir og til andsvara verður heilbrigðisráðherra, Svandís Svavarsdóttir.
Sérstök umræða um innviði og þjóðaröryggi þriðjudaginn 2. mars
Þriðjudaginn 2. mars um kl. 13:45 verður sérstök umræða um innviði og þjóðaröryggi. Málshefjandi er Njáll Trausti Friðbertsson og til andsvara verður forsætisráðherra, Katrín Jakobsdóttir.
Varamaður tekur sæti
Mánudaginn 1. mars tekur Katla Hólm Þórhildardóttir sæti á Alþingi sem varamaður fyrir Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur. Olga Margrét Cilia víkur af þingi.
Lesa meiraStarfsfólk í ræstingu
Skrifstofa Alþingis óskar eftir að ráða starfsfólk í ræstingu í fullt starf á dagvinnutíma. Um er að ræða tvær ótímabundnar stöður og eina tímabundna afleysingu til 1. ágúst. Við leitum eftir jákvæðu starfsfólki sem býr yfir ríkri þjónustulund og góðri samskiptahæfni.
Óundirbúnar fyrirspurnir þriðjudaginn 2. mars
Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra verða á dagskrá við upphaf þingfundar þriðjudaginn 3. mars kl. 13:00. Þá verða til svara forsætisráðherra, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, heilbrigðisráðherra, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, umhverfis- og auðlindaráðherra og dómsmálaráðherra.
Lesa meiraÓundirbúnar fyrirspurnir fimmtudaginn 4. mars
Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra verða á dagskrá við upphaf þingfundar fimmtudaginn 4. mars kl. 13:00. Þá verða til svara fjármála- og efnahagsráðherra, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra, mennta- og menningarmálaráðherra og félags- og barnamálaráðherra.
Lesa meiraTryggvi Gunnarsson fær lausn frá embætti umboðsmanns Alþingis
Forsætisnefnd Alþings hefur veitt Tryggva Gunnarssyni lausn frá embætti umboðsmanns Alþingis frá og með 1. maí nk. Forseti Alþingis, Steingrímur J. Sigfússon, tilkynnti þetta við upphaf þingfundar í dag og notaði tækifærið til að þakka Tryggva Gunnarssyni fyrir störf hans í embætti umboðsmanns Alþingis síðastliðna rúma tvo áratugi.
Lesa meiraTilkynning um kosningu umboðsmanns Alþingis
Forsætisnefnd Alþingis mun fyrir lok aprílmánaðar nk. gera tillögu til Alþingis um einstakling til að gegna embætti umboðsmanns Alþingis og verður hann kjörinn á þingfundi, sbr. 1. gr. l. nr. 85/1997, um umboðsmann Alþingis. Alþingi kýs umboðsmann Alþingis til fjögurra ára í senn.
Sérstök umræða um stöðu sjúkraþjálfara og talmeinafræðinga fimmtudaginn 25. febrúar
Sérstök umræða um stöðu sjúkraþjálfara og talmeinafræðinga verður fimmtudaginn 25. febrúar um kl. 13:30. Málshefjandi er Hanna Katrín Friðriksson og til andsvara verður heilbrigðisráðherra, Svandís Svavarsdóttir.
Traust til Alþingis vaxandi
Traust almennings til Alþingis fer vaxandi, samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gallups sem mælir árlega traust til helstu stofnana samfélagsins. Traustið mælist nú 34% og hefur aukist um ellefu prósentustig frá síðasta ári, þegar það var 23%, en árið 2019 mældist traustið 18%.
Óundirbúnar fyrirspurnir þriðjudaginn 23. febrúar
Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra verða á dagskrá við upphaf þingfundar þriðjudaginn 23. febrúar kl. 13:00. Þá verða til svara forsætisráðherra, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, heilbrigðisráðherra, mennta- og menningarmálaráðherra, félags- og barnamálaráðherra, umhverfis- og auðlindaráðherra, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra og dómsmálaráðherra.
Lesa meiraÓundirbúnar fyrirspurnir fimmtudaginn 25. febrúar
Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra verða á dagskrá við upphaf þingfundar fimmtudaginn 25. febrúar kl. 13:00. Þá verða til svara fjármála- og efnahagsráðherra, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra.
Lesa meiraSérstök umræða fimmtudaginn 18. febrúar um uppfærð markmið Íslands fyrir aðildarríkjafund loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna
Fimmtudaginn 18. febrúar um kl. 13:30 verður sérstök umræða um uppfærð markmið Íslands fyrir aðildarríkjafund loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna (COP26). Málshefjandi er Andrés Ingi Jónsson og til andsvara verður umhverfis- og auðlindaráðherra, Guðmundur Ingi Guðbrandsson.
Óundirbúnar fyrirspurnir þriðjudaginn 16. febrúar
Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra verða á dagskrá við upphaf þingfundar þriðjudaginn 16. febrúar kl. 13:00. Þá verða til svara forsætisráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, heilbrigðisráðherra, félags- og barnamálaráðherra og dómsmálaráðherra.
Lesa meiraÓundirbúnar fyrirspurnir fimmtudaginn 18. febrúar
Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra verða á dagskrá við upphaf þingfundar fimmtudaginn 18. febrúar kl. 13:00. Þá verða til svara ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, umhverfis- og auðlindaráðherra og mennta- og menningarmálaráðherra.
Lesa meiraNefndadagur föstudaginn 12. febrúar
Föstudaginn 12. febrúar er nefndadagur samkvæmt starfsáætlun Alþingis. Þá gildir sérstök fundatafla um fundi fastanefnda og venja er að nefndir fundi fyrir og eftir hádegi.
Lesa meiraAlþingismenn hitta kjósendur á fjarfundum á kjördæmadögum
Kjördæmadagar eru 9.–10. febrúar og eru því engir þingfundir á Alþingi þá daga. Kjördæmadagana nýta þingmenn til að vera í sambandi við kjósendur, sveitarstjórnafólk, fulltrúa fyrirtækja og fleiri, hver í sínu kjördæmi. Vegna aðstæðna fer megnið af þessum fundum og samskiptum nú fram með fjarfundafyrirkomulagi. Næsti þingfundur verður haldinn fimmtudaginn 11. febrúar.
Lesa meiraBotnplata nýbyggingar steypt
Steypuvinna við nýbyggingu Alþingis hófst fyrir alvöru í dag, enda viðraði vel til slíkra verka. Í fyrsta áfanga botnplötunnar fara 380 rúmmetrar af steypu og 46 tonn af járni eru þegar komin í járnabindingu í hana. Ekki veitir af, því þykkt botnplötunnar er að meðaltali 70 cm.
Óundirbúnar fyrirspurnir fimmtudaginn 11. febrúar
Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra verða á dagskrá við upphaf þingfundar fimmtudaginn 11. febrúar kl. 13:00. Þá verða til svara forsætisráðherra, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra og félags- og barnamálaráðherra.
Lesa meiraVaramaður tekur sæti
Fimmtudaginn 4. febrúar tekur Olga Margrét Cilia sæti á Alþingi sem varamaður fyrir Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur sem fer í fæðingarorlof.
Lesa meiraSérstök umræða fimmtudaginn 4. febrúar um samskipti Íslands og Bandaríkjanna
Fimmtudaginn 4. febrúar um kl. 13:30 verður sérstök umræða um samskipti Íslands og Bandaríkjanna eftir valdaskiptin 20. janúar sl. Málshefjandi er Rósa Björk Brynjólfsdóttir og til andsvara verður Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra.
Nýtt myndband um störf Alþingis
Athygli er vakin á nýju fræðslumyndbandi um störf Alþingis. Myndirnar teiknaði Rán Flygenring sem vann myndbandið ásamt Sebastian Ziegler og þulur er Álfrún Helga Örnólfsdóttir.
Óundirbúnar fyrirspurnir þriðjudaginn 2. febrúar
Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra verða á dagskrá við upphaf þingfundar þriðjudaginn 2. febrúar kl. 14:15. Þá verða til svara fjármála- og efnahagsráðherra, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og dómsmálaráðherra.
Lesa meiraÓundirbúnar fyrirspurnir fimmtudaginn 4. febrúar
Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra verða á dagskrá við upphaf þingfundar fimmtudaginn 28. janúar kl. 13:00. Þá verða til svara forsætisráðherra, heilbrigðisráðherra og umhverfis- og auðlindaráðherra.
Lesa meiraBreytt skipulag þingvikunnar
Á skrifstofu Alþingis er nú unnið að umbótum á starfsháttum í tengslum við innleiðingu á styttingu vinnuvikunnar sem samið hefur verið um á vinnumarkaði og Alþingi er aðili að. Í tengslum við það verkefni hafa forseti og formenn þingflokka orðið sammála um að gera tilraun með breytta skipun þingvikunnar fram að páskum.
Lesa meiraNefndadagur mánudaginn 1. febrúar
Mánudaginn 1. febrúar er nefndadagur samkvæmt starfsáætlun Alþingis. Þá gildir sérstök fundatafla um fundi fastanefnda og venja er að nefndir fundi fyrir og eftir hádegi.
Lesa meiraSérstök umræða fimmtudaginn 28. janúar um stöðu stóriðjunnar
Fimmtudaginn 28. janúar um kl. 11 verður sérstök umræða um stöðu stóriðjunnar. Málshefjandi er Bergþór Ólason og til andsvara verður ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir.
Nýr þáttur í Hlaðvarpi unga fólksins um Alþingi
Nýverið birtist í Hlaðvarpi unga fólksins viðtal Arons Mána Nindel Haraldssonar við Steingrím J. Sigfússon, forseta Alþingis, og Rögnu Árnadóttur, skrifstofustjóra Alþingis. Þar ræddu þau um starfsemi Alþingis og skrifstofunnar, hvernig ætti að bera sig að við að stofna stjórnmálaflokk og hvort allir þyrftu að vera sammála sem eru í sama flokki eða saman í ríkisstjórn.
Lesa meiraNý útgáfa lagasafnsins
Ný útgáfa lagasafnsins (151a) hefur verið birt á vef Alþingis.
Lesa meiraÓundirbúnar fyrirspurnir þriðjudaginn 26. janúar
Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra verða á dagskrá við upphaf þingfundar þriðjudaginn 26. janúar kl. 13:30. Þá verða til svara forsætisráðherra, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, heilbrigðisráðherra, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra og mennta- og menningarmálaráðherra.
Lesa meiraÓundirbúnar fyrirspurnir fimmtudaginn 28. janúar
Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra verða á dagskrá við upphaf þingfundar fimmtudaginn 28. janúar kl. 10:30. Þá verða til svara fjármála- og efnahagsráðherra, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra og félags- og barnamálaráðherra.
Lesa meiraSérstök umræða fimmtudaginn 21. janúar um stöðu stjórnarskrármála
Fimmtudaginn 21. janúar um kl. 11:00 verður sérstök umræða um stöðu stjórnarskrármála. Málshefjandi er Birgir Ármannsson og til andsvara verður forsætisráðherra, Katrín Jakobsdóttir.
Opinn fjarfundur efnahags- og viðskiptanefndar fimmtudaginn 21. janúar
Efnahags- og viðskiptanefnd heldur opinn fjarfund fimmtudaginn 21. janúar kl. 9:00. Til umfjöllunar verður skýrsla peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands fyrir síðari hluta ársins 2020. Gestir fundarins verða Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri og Rannveig Sigurðardóttir varaseðlabankastjóri peningastefnu.
Lesa meiraMinningarorð um Svavar Gestsson, fyrrverandi alþingismann og ráðherra
Svavar Gestsson, fyrrverandi alþingismaður og ráðherra, lést á Landspítalanum aðfaranótt 18. janúar 2021 á 77. aldursári. Hans var minnst við upphaf þingfundar í dag.
Lesa meiraEndurskoðuð þingmálaskrá á vetrar- og vorþingi 2021
Endurskoðuð áætlun um framlagningu stjórnarfrumvarpa á vetrar- og vorþingi ásamt áætluðum útbýtingardegi hefur verið afhent forseta Alþingis, í samræmi við 2. mgr. 47. gr. þingskapa.
Lesa meiraÓundirbúnar fyrirspurnir mánudaginn 18. janúar
Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra verða á dagskrá við upphaf þingfundar mánudaginn 18. janúar kl. 15:00. Þá verða til svara forsætisráðherra, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, mennta- og menningarmálaráðherra, félags- og barnamálaráðherra, umhverfis- og auðlindaráðherra og dómsmálaráðherra.
Lesa meiraÓundirbúnar fyrirspurnir fimmtudaginn 21. janúar
Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra verða á dagskrá við upphaf þingfundar fimmtudaginn 21. janúar kl. 10:30. Þá verða til svara fjármála- og efnahagsráðherra, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra og ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra.
Lesa meiraÞingfundir hefjast á ný 18. janúar
Þingfundir hefjast á ný eftir jólahlé mánudaginn 18. janúar.
Lesa meiraVaramaður tekur sæti
Þriðjudaginn 12. janúar tekur Þórarinn Ingi Pétursson sæti á Alþingi sem varamaður fyrir Þórunni Egilsdóttur.
Lesa meiraMatreiðslumaður óskast í mötuneyti Alþingis
Við leitum að jákvæðum og þjónustuliprum einstaklingi í tímabundið afleysingarstarf í mötuneyti Alþingis. Skrifstofa Alþingis er lifandi og skemmtilegur vinnustaður sem leggur áherslu á fjölskylduvænt og öruggt vinnuumhverfi.
Nefndadagar 12.–14. janúar
Samkvæmt starfsáætlun Alþingis eru nefndadagar þriðjudag, miðvikudag og fimmtudag 12.–14. janúar. Þá gildir sérstök fundatafla um fundi fastanefnda og venja er að fundað sé fyrir og eftir hádegi.
Lesa meiraGleðilegt nýtt ár!
Alþingi óskar landsmönnum öllum gleðilegs árs og þakkar fyrir hið liðna.
Tölfræðilegar upplýsingar um 151. löggjafarþing, fram að jólahléi
Þingfundum 151. löggjafarþings var frestað 18. desember 2020 en þingið var að störfum frá 1. október. Þingfundir voru samtals 43 og stóðu í tæpar 254 klst. Meðallengd þingfunda var 5 klst. og 55 mín. Lengsti þingfundurinn stóð í 12 klst. og 13 mín. Lengsta umræðan var um fjármálaáætlun 2021–2025 sem stóð samtals í rúmar 21 klst. Þingfundadagar voru alls 35.
Lesa meiraGleðileg jól!
Alþingi óskar landsmönnum öllum gleðilegra jóla, árs og friðar.
Rafræna jólakveðju Alþingis 2020 sem sjá má í útsendingarglugganum hér efst á síðunni teiknaði Rán Flygenring, sem vann myndbandið ásamt Sebastian Ziegler. Rán hefur einnig teiknað myndir á Ungmennavef Alþingis, sem verður opnaður í janúar 2021.
Lesa meira
Ávarp þingforseta við jólahlé á þingfundum 2020
Forseti Alþingis, Steingrímur J. Sigfússon, ávarpaði þingheim við lok síðasta þingfundar ársins 2020 og óskaði þingmönnum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla.
Lesa meiraHlé á þingfundum
Fundum Alþingis hefur verið frestað til 18. janúar 2021.
Lesa meiraTafir á veitingu ríkisborgararéttar með lögum
Af óviðráðanlegum ástæðum verða tafir á veitingu ríkisborgararéttar með lögum og er gert ráð fyrir að frumvarp þess efnis verði lagt fram fyrir 1. febrúar 2021.
Lesa meiraÓundirbúnar fyrirspurnir fimmtudaginn 17. desember
Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra verða á dagskrá við upphaf þingfundar fimmtudaginn 17. desember kl. 10:30. Þá verða til svara fjármála- og efnahagsráðherra, mennta- og menningarmálaráðherra, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra og dómsmálaráðherra.
Lesa meiraAðalmaður tekur sæti
Helgi Hrafn Gunnarsson tekur sæti á ný á Alþingi mánudaginn 14. desember og víkur þá varamaður hans, Sunna Rós Víðisdóttir, af þingi.
Lesa meiraÞingskjölum útbýtt á vef Alþingis laugardaginn 12. desember
Eftirfarandi þingskjölum var útbýtt á vef Alþingis laugardaginn 12. desember:
Lesa meiraÓundirbúnar fyrirspurnir mánudaginn 14. desember
Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra verða á dagskrá við upphaf þingfundar mánudaginn 14. desember kl. 15:00. Þá verða til svara forsætisráðherra, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, heilbrigðisráðherra, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, félags- og barnamálaráðherra og umhverfis- og auðlindaráðherra.
Lesa meiraFyrsta steypan rennur í nýbyggingu á Alþingisreit
Fyrsta steypan rann í nýbyggingu skrifstofuhúss á Alþingisreit í dag og var byrjað á tækni- og lyftugryfju. Gert er ráð fyrir að samtals muni þurfa 4.485 rúmmetra af steypu í bygginguna, mótafletir verði 19.925 fermetrar, steypustyrktarstál 465.000 kg, glerveggir 692 fermetrar og botnplatan verður 60 sentímetra þykk. Þá verða settir í húsið alls 142 gluggar og 187 innihurðir. Girðing kringum framkvæmdasvæðið hefur verið endurnýjuð og sett á hana upplýsingaspjöld til að gefa vegfarendum hugmynd um hvað í uppsiglingu er á Alþingisreitnum.
Óundirbúnar fyrirspurnir mánudaginn 7. desember
Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra verða á dagskrá við upphaf þingfundar mánudaginn 7. desember kl. 15:00. Þá verða til svara forsætisráðherra, heilbrigðisráðherra, ferðamála-, iðnaðar-, og nýsköpunarráðherra, mennta- og menningarmálaráðherra, umhverfis- og auðlindaráðherra og dómsmálaráðherra.
Lesa meiraÓundirbúnar fyrirspurnir fimmtudaginn 10. desember
Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra verða á dagskrá við upphaf þingfundar fimmtudaginn 10. desember kl. 10:30. Þá verða til svara fjármála- og efnahagsráðherra, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra.
Lesa meiraNefndadagur föstudaginn 4. desember
Föstudaginn 4. desember er nefndadagur samkvæmt starfsáætlun. Þá gildir sérstök fundatafla um fundi fastanefnda og venja er að nefndir fundi fyrir og eftir hádegi.
Lesa meiraBreyting á starfsáætlun
Forseti hefur í samráði við forsætisnefnd og formenn þingflokka ákveðið að gera breytingar á starfsáætlun. Samkvæmt starfsáætlun Alþingis er fimmtudagurinn 3. desember nefndadagur. Nú hefur hins vegar verið ákveðið að hafa þingfund þann dag og hefst hann klukkan 11:30. Nefndir munu funda fyrir þingfund þann dag.
Lesa meiraÞingskjölum útbýtt á vef Alþingis þriðjudaginn 1. desember
Eftirfarandi þingskjölum var útbýtt á vef Alþingis þriðjudaginn 1. desember
Lesa meiraÞingskjölum útbýtt á vef Alþingis mánudaginn 30. nóvember
Eftirfarandi þingskjölum var útbýtt á vef Alþingis mánudaginn 30. nóvember
Lesa meiraForsætisnefnd afgreiðir siðareglumál um ummæli alþingismanns á þingfundi
Forsætisnefnd afgreiddi á fundi sínum 24. nóvember 2020 erindi sem henni barst um meint brot Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur alþingismanns á siðareglum fyrir alþingismenn í tilefni af ummælum hennar á þingfundi 21. október 2020. Var niðurstaðan sú að skilyrði brysti til þess að nefndin tæki erindið til athugunar á grundvelli siðareglna fyrir alþingismenn, sbr. 1. málslið 1. mgr. 18. gr. siðareglnanna.
Lesa meiraNefndadagur mánudaginn 30. nóvember
Mánudagurinn 30. nóvember er nefndadagur samkvæmt starfsáætlun Alþingis. Á nefndadögum gildir sérstök fundatafla um fundi fastanefnda og venja er að fundað sé bæði fyrir og eftir hádegi.
Lesa meiraÞingskjali útbýtt á vef Alþingis föstudaginn 27. nóvember
Eftirfarandi þingskjali var útbýtt á vef Alþingis föstudaginn 27. nóvember
Lesa meiraÓundirbúnar fyrirspurnir miðvikudaginn 2. desember
Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra verða á dagskrá við upphaf þingfundar miðvikudaginn 2. desember kl. 15:00. Þá verða til svara forsætisráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, mennta- og menningarmálaráðherra, umhverfis- og auðlindaráðherra og dómsmálaráðherra.
Lesa meiraÞingforsetar Norðurlanda og Eystrasaltsríkja hittast á fjarfundi
Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, hitti þingforseta norrænu ríkjanna og Eystrasaltsríkja á fjarfundi í dag að frumkvæði forseta finnska þingsins, fr. Anu Vehviläinen. Ræddu þingforsetarnir stöðu kórónuveirufaraldursins og viðbrögð þjóðþinganna í löndunum átta en viðsjár eru víða í fjölgun smita.
Lesa meiraNefndadagur föstudaginn 27. nóvember
Föstudaginn 27. nóvember er nefndadagur samkvæmt starfsáætlun Alþingis.
Lesa meiraMinningarorð um Pál Pétursson, fyrrverandi alþingismann og ráðherra
Páll Pétursson, fyrrverandi alþingismaður og ráðherra, lést 23. nóvember á líknardeild Landspítalans í Kópavogi eftir langvinn veikindi, 83 ára gamall. Hans var minnst við upphaf þingfundar í dag.
Lesa meiraÚthlutun fræðimannsíbúðar Húss Jóns Sigurðssonar
Úthlutunarnefnd fræðimannsíbúðar, samkvæmt reglum um Hús Jóns Sigurðssonar í Kaupmannahöfn, hefur lokið störfum og úthlutað íbúð fræðimanns á 4. hæð hússins árið 2021.
Þingskjali útbýtt á vef Alþingis mánudaginn 23. nóvember
Eftirfarandi þingskjali var útbýtt á vef Alþingis mánudaginn 23. nóvember:
Lesa meiraStarfsmaður í fasteignaumsjón á skrifstofu Alþingis
Skrifstofa Alþingis auglýsir eftir laghentum einstaklingi til starfa í fasteignaumsjón á rekstrar- og þjónustusviði. Í starfinu felst dagleg umsýsla ásamt minni viðgerðum og viðhaldi á fasteignum og húsbúnaði. Umsóknarfrestur er til 7. desember nk.
Varamaður tekur sæti
Mánudaginn 23. nóvember tekur Sunna Rós Víðisdóttir sæti á Alþingi sem varamaður fyrir Helga Hrafn Gunnarsson.
Lesa meiraNefndadagar 23. og 27. nóvember
Mánudaginn 23. og föstudaginn 27. nóvember eru nefndadagar samkvæmt starfsáætlun Alþingis.
Lesa meiraÓundirbúnar fyrirspurnir þriðjudaginn 24. nóvember
Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra verða á dagskrá við upphaf þingfundar þriðjudaginn 24. nóvember kl. 13:30. Þá verða til svara fjármála- og efnahagsráðherra, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, heilbrigðisráðherra, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra, félags- og barnamálaráðherra og umhverfis- og auðlindaráðherra.
Lesa meiraÓundirbúnar fyrirspurnir fimmtudaginn 26. nóvember
Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra verða á dagskrá við upphaf þingfundar fimmtudaginn 26. nóvember kl. 10:30. Þá verða til svara forsætisráðherra, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, mennta- og menningarmálaráðherra og dómsmálaráðherra.
Lesa meiraSérstök umræða 19. nóvember um flokkun lands í dreifbýli í skipulagi
Sérstök umræða um flokkun lands í dreifbýli í skipulagi verður fimmtudaginn 19. nóvember um kl. 12:30. Málshefjandi er Líneik Anna Sævarsdóttir og til andsvara verður umhverfis- og auðlindaráðherra, Guðmundur Ingi Guðbrandsson.
Samningur undirritaður um byggingu skrifstofuhúss á Alþingisreit
Samningur við ÞG verktaka um þriðja áfanga byggingar fimm hæða skrifstofuhúss á Alþingisreit var undirritaður í dag. Undir samninginn rituðu Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, og Ragna Árnadóttir skrifstofustjóri fyrir hönd Alþingis og fyrir hönd verktaka Þorvaldur Gissurarson, forstjóri ÞG verktaka.
Minningarorð um Kjartan Jóhannsson, fyrrverandi alþingismann og ráðherra
Kjartan Jóhannsson, fyrrverandi alþingismaður og forseti neðri deildar Alþingis og fyrrverandi ráðherra, lést á heimili sínu föstudaginn 13. nóvember 2020 á 81. aldursári. Hans var minnst við upphaf þingfundar í dag.
Lesa meiraSérstök umræða 18. nóvember um nýsköpun í ylrækt og framleiðslu ferskra matvara til útflutnings
Sérstök umræða um nýsköpun í ylrækt og framleiðslu ferskra matvara til útflutnings verður miðvikudaginn 18. nóvember um kl. 15:30. Málshefjandi er Ari Trausti Guðmundsson og til andsvara verður ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir.
Streymt frá opnum fundi allsherjar- og menntamálanefndar 19. nóvember um skólakerfið og stöðu nemenda
Allsherjar- og menntamálanefnd heldur opinn fjarfund fimmtudaginn 19. nóvember kl. 8:15–9:15. Efni fundarins er skólakerfið og staða nemenda á tímum kórónuveirufaraldursins og gestur verður Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Óundirbúnar fyrirspurnir þriðjudaginn 17. nóvember
Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra verða á dagskrá við upphaf þingfundar þriðjudaginn 17. nóvember kl. 13:30. Þá verða til svara forsætisráðherra, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, heilbrigðisráðherra, ferðamála-, iðnaðar-, og nýsköpunarráðherra, mennta- og menningarmálaráðherra og félags- og barnamálaráðherra.
Lesa meiraÓundirbúnar fyrirspurnir fimmtudaginn 19. nóvember
Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra verða á dagskrá við upphaf þingfundar fimmtudaginn 19. nóvember kl. 10:30. Þá verða til svara fjármála- og efnahagsráðherra, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra, umhverfis- og auðlindaráðherra og dómsmálaráðherra.
Lesa meiraNefndadagur mánudaginn 16. nóvember
Samkvæmt starfsáætlun Alþingis er nefndadagur mánudaginn 16. nóvember. Á nefndadögum gildir sérstök fundatafla um fundi fastanefnda og venja er að fundað sé bæði fyrir og eftir hádegi.
Lesa meiraÞingskjölum útbýtt á vef Alþingis miðvikudaginn 11. nóvember
Eftirfarandi þingskjölum var útbýtt á vef Alþingis miðvikudaginn 11. nóvember
Lesa meiraSérstök umræða fimmtudaginn 12. nóvember um þjónustu sérgreinalækna á landsbyggðinni
Sérstök umræða um þjónustu sérgreinalækna á landsbyggðinni verður fimmtudaginn 12. nóvember um kl. 11:15. Málshefjandi er Albertína Friðbjörg Elíasdóttir og til andsvara verður heilbrigðisráðherra, Svandís Svavarsdóttir.
Heimsþing kvenleiðtoga haldið í þriðja sinn
Heimsþing kvenleiðtoga er haldið í þriðja sinn í samstarfi Alþingis, ríkisstjórnar Íslands og samtakanna Women Political Leaders, WPL, dagana 9.–11. nóvember. Að þessu sinni er heimsþingið að fullu rafrænt vegna heimsfaraldurs kórónuveiru. Fjöldi þingmanna tekur þátt í þinginu að þessu sinni, víða að úr heiminum, ásamt núverandi og fyrrverandi þjóðarleiðtogum.
Streymt frá opnum fjarfundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar um ársskýrslu umboðsmanns Alþingis 2019
Opinn fjarfundur verður haldinn í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd miðvikudaginn 11. nóvember kl. 9:00–10:30. Efni fundarins er ársskýrsla umboðsmanns Alþingis fyrir árið 2019 og gestur verður Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis.
Lesa meiraÓundirbúnar fyrirspurnir fimmtudaginn 12. nóvember
Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra verða á dagskrá við upphaf þingfundar fimmtudaginn 12. nóvember kl. 10:30. Þá verða til svara fjármála- og efnahagsráðherra, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra, ferðamála-, iðnaðar-, og nýsköpunarráðherra, félags- og barnamálaráðherra og dómsmálaráðherra.
Lesa meiraNefndadagar 9.–11. nóvember
Samkvæmt starfsáætlun Alþingis eru nefndadagar mánudag, þriðjudag og miðvikudag 9.–11. nóvember. Á nefndadögum gildir sérstök fundatafla um fundi fastanefnda og jafnan er fundað bæði fyrir og eftir hádegi.
Lesa meiraStreymt frá fjarfundi í velferðarnefnd 10. nóvember
Þar sem ekki gafst tími á opnum fundi velferðarnefndar 4. nóvember til að taka á móti öllum gestum sem boðaðir voru hefur verið ákveðið að boða til nýs fundar um sama efni (Landspítali færður á neyðarstig) þriðjudaginn 10. nóvember kl. 13–14. Gestir fundarins verða Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra, Ásta Valdimarsdóttir ráðuneytisstjóri, Elsa B. Friðfinnsdóttir skrifstofustjóri og Birgir Jakobsson, aðstoðarmaður ráðherra.
Lesa meiraSérstök umræða um biðlista eftir úrræðum fyrir börn með geðheilbrigðisvandamál fimmtudaginn 5. nóvember
Sérstök umræða um biðlista eftir úrræðum fyrir börn með geðheilbrigðisvandamál verður fimmtudaginn 5. nóvember um kl. 12:15. Málshefjandi er Guðmundur Ingi Kristinsson og til andsvara verður heilbrigðisráðherra, Svandís Svavarsdóttir.
Þingskjölum útbýtt á vef Alþingis þriðjudaginn 3. nóvember
Eftirfarandi þingskjölum var útbýtt á vef Alþingis þriðjudaginn 3. nóvember
Lesa meiraVaramaður tekur sæti
Miðvikudaginn 4. nóvember tekur Sara Elísa Þórðardóttir sæti á Alþingi sem varamaður fyrir Halldóru Mogensen.
Lesa meiraSérstök umræða um stöðu sveitarfélaga vegna Covid-19 miðvikudaginn 4. nóvember
Sérstök umræða um stöðu sveitarfélaga vegna Covid-19 verður miðvikudaginn 4. nóvember um kl. 15:45. Málshefjandi er Hanna Katrín Friðriksson og til andsvara verður Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.
Óundirbúnar fyrirspurnir miðvikudaginn 4. nóvember
Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra verða á dagskrá við upphaf þingfundar miðvikudaginn 4. nóvember kl. 15:00. Þá verða til svara forsætisráðherra, heilbrigðisráðherra, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, mennta- og menningarmálaráðherra, umhverfis- og auðlindaráðherra og dómsmálaráðherra.
Lesa meiraStreymt frá fjarfundi í velferðarnefnd 4. nóvember
Velferðarnefnd heldur opinn fjarfund miðvikudaginn 4. nóvember kl. 9:00. Tilefni fundarins er það að Landspítali hefur verið færður á neyðarstig. Gestir fundarins verða Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, Anna Sigrún Baldursdóttir, aðstoðarmaður forstjóra, Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómadeildar og formaður farsóttanefndar Landspítala, Alma D. Möller landlæknir, Laura Scheving Thorsteinsson, hjúkrunarfræðingur og teymisstjóri, Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir, Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra, Elsa B. Friðfinnsdóttir skrifstofustjóri og Ásta Valdimarsdóttir, ráðuneytisstjóri í heilbrigðisráðuneytinu.
Auglýst eftir lögfræðingum á nefndasvið Alþingis
Skrifstofa Alþingis auglýsir eftir lögfræðingum í störf nefndarritara á nefndasvið í tvær ótímabundnar stöður frá 1. febrúar 2021. Nefndarritarar starfa fyrir fastanefndir þingsins, veita lögfræðilega ráðgjöf og aðstoð og sjá um faglega yfirferð stjórnarfrumvarpa og annarra mála sem koma til meðferðar hjá fastanefndum. Umsóknarfrestur er til 16. nóvember.
Kjördæmadagar frá fimmtudegi til mánudags
Kjördæmadagar eru 29. október – 2. nóvember og eru því engir þingfundir á Alþingi þá daga. Kjördæmadagana nýta þingmenn alla jafna til að fara út í kjördæmi sín og hitta kjósendur, sveitarstjórnafólk, fulltrúa fyrirtækja og fleiri en vegna kórónuveirufaraldursins verða flestir fundir að þessu sinni á fjarfundasniði.
Lesa meiraFjarfundur forseta norrænu þjóðþinganna
Árlegur fundur forseta norrænu þjóðþinganna, sem halda átti í tengslum við Norðurlandaráðsþing á Íslandi, var haldinn í fjarfundaformi í dag vegna heimsfaraldurs kórónuveiru. Ræddu þingforsetarnir viðbrögð þjóðþinganna við heimsfaraldrinum og þau áhrif sem hann hefur haft á störf þinganna, en einnig áhrif faraldursins á efnahag og samfélag.
Stafrænir fundir í stað Norðurlandaráðsþings
Norðurlandaráðsþingi sem halda átti í Reykjavík þessa viku var aflýst vegna kórónuveirufaraldursins en þrátt fyrir það er fundað í nefndum, landsdeildum og flokkahópum. Allir fundir eru fjarfundir en vikan verður samt sem áður hápunktur norrænna stjórnmála árið 2020, því fjölmargir mikilvægir pólitískir leiðtogafundir verða haldnir dagana 26.–30. október. Vegna hinnar norrænu þingviku eru engir þingfundir á Alþingi þessa viku.
Lesa meiraNý bók um þróun kosningaréttar, lýðræðis og jafnréttis á Íslandi
Konur sem kjósa er heiti bókar um þróun kosningaréttar, lýðræðis og jafnréttis á Íslandi sem kemur út í dag, 24. október, en þann dag eru liðin 45 ár frá kvennafrídeginum 1975. Útgáfuathöfn hafði verið fyrirhuguð í Alþingishúsinu 24. október en vegna kórónuveirufaraldursins var í staðinn gert myndband sem tekið var upp á þremur stöðum: Alþingi, Bessastöðum og Gunnarshúsi.
Sérstök umræða um tollamál fimmtudaginn 22. október
Sérstök umræða um tollamál (eftirlit með innflutningi á búvörum) verður fimmtudaginn 22. október um kl. 11:00. Málshefjandi er Sigurður Páll Jónsson og til andsvara verður Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra.
Kjartan Bjarni Björgvinsson settur umboðsmaður Alþingis
Forsætisnefnd Alþingis hefur sett Kjartan Bjarna Björgvinsson héraðsdómara til að sinna starfi umboðsmanns Alþingis samhliða kjörnum umboðsmanni, á meðan hann vinnur að gerð fræðsluefnis fyrir starfsfólk stjórnsýslu ríkis og sveitarfélaga. Kjartan Bjarni er settur umboðsmaður frá 1. nóvember 2020 til 30. apríl 2021.
Sérstök umræða um loftslagsmál þriðjudaginn 20. október
Sérstök umræða um loftslagsmál verður þriðjudaginn 20. október um kl. 14:00. Málshefjandi er Smári McCarthy og til andsvara verður Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra.
Þingskjölum útbýtt á vef Alþingis föstudaginn 16. október
Eftirfarandi þingskjölum var útbýtt á vef Alþingis föstudaginn 16. október:
Lesa meiraUmsóknir um dvöl í íbúð fræðimanns í Kaupmannahöfn 2021
Íbúð fræðimanns í Kaupmannahöfn, skv. reglum um hús Jóns Sigurðssonar, er laus til afnota árið 2021. Allar nánari upplýsingar og sérstök eyðublöð er að finna á vef Jónshúss.
Óundirbúnar fyrirspurnir mánudaginn 19. október
Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra verða á dagskrá við upphaf þingfundar mánudaginn 19. október kl. 15:00. Þá verða til svara forsætisráðherra, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra og félags- og barnamálaráðherra.
Lesa meiraÓundirbúnar fyrirspurnir fimmtudaginn 22. október
Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra verða á dagskrá við upphaf þingfundar fimmtudaginn 22. október kl. 10:30. Þá verða til svara fjármála- og efnahagsráðherra, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, ferðamála-, iðnaðar-, og nýsköpunarráðherra, heilbrigðisráðherra, dómsmálaráðherra og umhverfis- og auðlindaráðherra.
Lesa meiraSkrifstofa Alþingis á uppleið í starfsánægjukönnuninni Stofnun ársins 2020
Skrifstofa Alþingis er í 30. sæti af 83 í flokki stórra stofnana í starfsánægjukönnuninni Stofnun ársins en niðurstöður hennar voru kynntar á málþingi Sameykis, stéttarfélags í almannaþjónustu, 14. október. Þetta er besti samanlagður heildarárangur skrifstofunnar síðan hún hóf þátttöku í könnuninni.
Lesa meiraTilboði ÞG verktaka í byggingu skrifstofuhúss á Alþingisreit tekið
Tilboði lægstbjóðanda, ÞG verktaka, í þriðja áfanga byggingar skrifstofuhúss á Alþingisreit hefur verið tekið og verður gengið frá samningum á næstu dögum. Kostnaðaráætlun verksins að lokinni yfirferð Fjársýslu ríkisins er 3.340.725.282 m. vsk.
Nefndadagur miðvikudaginn 14. október
Samkvæmt starfsáætlun er nefndadagur miðvikudaginn 14. október. Á nefndadögum gildir sérstök fundatafla um fundi fastanefnda og venja er að fundað sé bæði fyrir og eftir hádegi.
Þingskjölum útbýtt á vef Alþingis föstudaginn 9. október
Eftirfarandi þingskjölum var útbýtt á vef Alþingis föstudaginn 9. október:
Lesa meiraÓundirbúnar fyrirspurnir mánudaginn 12. október
Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra verða á dagskrá við upphaf þingfundar mánudaginn 12. október kl. 15:00. Þá verða til svara forsætisráðherra, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, ferðamála-, iðnaðar-, og nýsköpunarráðherra, umhverfis- og auðlindaráðherra og dómsmálaráðherra.
Lesa meiraÓundirbúnar fyrirspurnir fimmtudaginn 15. október
Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra verða á dagskrá við upphaf þingfundar fimmtudaginn 15. október kl. 10:30. Þá verða til svara fjármála- og efnahagsráðherra, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra, mennta- og menningarmálaráðherra og félags- og barnamálaráðherra.
Lesa meiraHertar sóttvarnaaðgerðir á Alþingi
Í nýrri orðsendingu frá forseta og viðbragðsteymi Alþingis til þingmanna og starfsfólks skrifstofu Alþingis í tilefni af hertum sóttvarnaaðgerðum sem tóku gildi á höfuðborgarsvæðinu í dag er minnt á eftirfarandi: Störf Alþingis eru áfram undanþegin fjöldatakmörkunum. Þrátt fyrir það gilda enn þau tilmæli að einungis þeir þingmenn, sem ætla að taka þátt í umræðum eða eiga erindi í þinghúsið, mæti þangað en aðrir fylgist með að heiman eða frá skrifstofum.
Streymt frá fjarfundi í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd 7. október
Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd heldur fjarfund miðvikudaginn 7. október kl. 9:00 með Dr. jur. Páli Hreinssyni um álitsgerð um valdheimildir sóttvarnalæknis og heilbrigðisráðherra til opinberra sóttvarnaráðstafana.
Lesa meiraÁhrif hertra smitvarnaaðgerða á starfsemi Alþingis
Hertar aðgerðir vegna COVID-19 sem tóku gildi um miðnætti í gærkvöld hafa áhrif á starfsemi Alþingis, jafnvel þó að störf Alþingis séu undanskilin fjöldatakmörkunum, samkvæmt reglugerð sem heilbrigðisráðherra hefur staðfest. Í orðsendingu forseta Alþingis, Steingríms J. Sigfússonar, til þingmanna og starfsfólks er minnt á að eins metra reglan sé áfram í gildi og þar sem ekki sé hægt að halda þeirri fjarlægð sé skylt að nota andlitsgrímu.
Ný útgáfa lagasafns
Ný útgáfa lagasafnsins (150c) hefur verið birt á vef Alþingis. Þar er lagasafnið uppfært til 1. október 2020.
Lesa meiraÓundirbúnar fyrirspurnir mánudaginn 5. október
Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra verða á dagskrá við upphaf þingfundar mánudaginn 5. október kl. 10:30. Þá verða til svara forsætisráðherra, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra, ferðamála-, iðnaðar-, og nýsköpunarráðherra, félags- og barnamálaráðherra og dómsmálaráðherra.
Lesa meiraÓundirbúnar fyrirspurnir fimmtudaginn 8. október
Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra verða á dagskrá við upphaf þingfundar fimmtudaginn 8. október kl. 10:30. Þá verða til svara fjármála- og efnahagsráðherra og mennta- og menningarmálaráðherra.
Lesa meiraÁvarp forseta Alþingis við setningu 151. löggjafarþings
Forseti Alþingis, Steingrímur J. Sigfússon, flutti ávarp við setningu 151. löggjafarþings. Gestir við þingsetninguna að þessu sinni voru mun færri en venjulega vegna sóttvarnaráðstafana.
Lesa meiraStefnuræða forsætisráðherra og umræður um hana 1. október 2020 – röð flokka og ræðumenn
Umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra verður útvarpað og sjónvarpað í kvöld, fimmtudaginn 1. október, kl. 19:30. Umræðurnar skiptast í þrjár umferðir. Hver þingflokkur hefur 6 mínútur í fyrstu umferð, 5 mínútur í annarri umferð og 4 mínútur í þriðju umferð en forsætisráðherra hefur 12 mínútur til framsögu.
Setning Alþingis fimmtudaginn 1. október 2020
Alþingi verður sett þriðjudaginn 1. október og hefst þingsetningarathöfnin kl. 13:30 með guðsþjónustu í Dómkirkjunni. Stefnuræða forsætisráðherra og umræður um hana verða að kvöldi þingsetningardags, kl. 19:30.
Þingskjölum útbýtt á vef Alþingis þriðjudaginn 29. september
Eftirfarandi þingskjölum var útbýtt á vef Alþingis þriðjudaginn 29. september:
Lesa meiraSetning Alþingis fimmtudaginn 1. október 2020
Alþingi verður sett fimmtudaginn 1. október og hefst þingsetningarathöfnin kl. 13:30 með guðsþjónustu í Dómkirkjunni. Vegna kórónuveirufaraldursins verður aðeins örfáum gestum boðið til þingsetningarinnar að þessu sinni.
Starfsáætlun Alþingis fyrir 151. löggjafarþing
Starfsáætlun fyrir 151. löggjafarþing hefur verið samþykkt af forsætisnefnd. Þingsetning verður fimmtudaginn 1. október og stefnuræða forsætisráðherra og umræður um hana að kvöldi sama dags.
Lesa meiraVestnorræna deginum fagnað
Vestnorræni dagurinn er haldinn hátíðlegur á Íslandi, Grænlandi og í Færeyjum í dag, 23. september, og af því tilefni er vestnorrænu fánunum flaggað við hús vestnorrænu þinganna.
Einn þingmaður í einangrun, þrír þingmenn og tveir starfsmenn í sóttkví
Eins og áður hefur komið fram er einn þingmaður smitaður af kórónuveirunni og er enn í einangrun af þeim sökum. Þrír þingmenn eru í sóttkví og tveir starfsmenn.
Þingforsetar Norðurlanda og Eystrasaltsríkjanna funda um Hvíta-Rússland
Þingforsetar Norðurlanda og Eystrasaltsríkjanna áttu í dag fjarfund um ástandið í Hvíta-Rússlandi. Gestur fundarins var Svetlana Tsíkanovskaja, leiðtogi stjórnarandstöðunnar þar í landi. Hún fór yfir stöðuna í Hvíta-Rússlandi eftir forsetakosningarnar 9. ágúst sl. og þá bylgju friðsamlegra mótmæla sem reis í kjölfarið.
Samningur um Jafnréttisvísi til að fylgja eftir könnun um starfshætti og vinnustaðamenningu á Alþingi
Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, og Ragna Árnadóttir, skrifstofustjóri, hafa undirritað samstarfssamning við forsvarsfólk Jafnréttisvísis um eftirfylgni könnunar um starfshætti og vinnustaðamenningu á Alþingi.
Einn þingmaður smitaður og í einangrun
Viðbragðsteymi Alþingis hefur greint frá því að niðurstaða úr skimun hafi leitt í ljós að einn þingmaður er smitaður af kórónuveirunni. Þeim sem hafa verið í samskiptum við þingmanninn undanfarna daga hefur verið greint frá stöðunni eftir því sem unnt er. Unnið er að smitrakningu og verður gripið til frekari sóttvarnarráðstafana í húsnæði þingsins samkvæmt viðbragðsáætlun Alþingis.
Tillaga starfshóps að frumvarpi til kosningalaga
Á síðsumarsfundi forsætisnefndar Alþingis 14. september sl. var til umfjöllunar frumvarp starfshóps um endurskoðun kosningalaga en starfshópurinn skilaði tillögum sínum í frumvarpsformi í síðustu viku. Tillögurnar eru margþættar en meginefni þeirra lýtur að breyttri stjórnsýslu kosninga, einföldun regluverks og því að sett verði ein heildarlög um kosningar.
Lesa meiraSíðsumarsfundur forsætisnefndar
Forsætisnefnd Alþingis hélt sinn árlega sumarfund 14. september sl., en fundurinn var nokkuð seinna en venja er þar sem þingstörfum lauk ekki fyrr en 4. september. Á fundinum var rætt um undirbúning fyrir komandi þinghald, en nýtt þing, 151. löggjafarþing, verður sett 1. október nk.
Lesa meiraStarfshópur skilar tillögum um endurskoðun kosningalaga
Starfshópur um endurskoðun kosningalaga sem forseti Alþingis skipaði í október 2018 hefur lokið störfum og skilað tillögum sínum í formi frumvarps til kosningalaga. Þar er lagt til að lögin gildi um kosningar til Alþingis og sveitarstjórna, um framboð og kjör forseta Íslands og um framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslna.
Fundum 150. löggjafarþings frestað – yfirlit um þingstörfin
Þingfundum 150. löggjafarþings var frestað 4. september 2020. Þingið var að störfum frá 10. september til 17. desember 2019, frá 20. janúar til 29. júní 2019 og frá 27. ágúst til 4. september 2020.
Lesa meiraÞingmenn Norðurlanda og Eystrasaltslanda á Evrópuráðsþinginu álykta um mannréttindi og lýðræði í Hvíta-Rússlandi
Landsdeildir Norðurlanda og Eystrasaltslanda á Evrópuráðsþinginu gáfu í dag út sameiginlega yfirlýsingu um málefni Hvíta-Rússlands. Í yfirlýsingunni kemur fram að forsetakosningar þar í landi 9. ágúst hafi verið langt frá því að uppfylla alþjóðlega viðurkennda staðla lýðræðis og réttarríkja. Fram kemur að það séu grundvallarmannréttindi að fá að taka þátt í frjálsum og lýðræðislegum kosningum og að mótmæla á friðsamlegan hátt.
Lesa meiraTilboð opnuð í byggingu skrifstofuhúss á Alþingisreit
Tilboð í þriðja áfanga byggingar skrifstofuhúss á Alþingisreit voru opnuð hjá Ríkiskaupum í dag. Fjórir bjóðendur skiluðu inn tilboðum, tvö þeirra voru undir kostnaðaráætlun og tvö yfir kostnaðaráætlun. Tilboðin verða yfirfarin af Framkvæmdasýslu ríkisins og í framhaldinu verður tekin ákvörðun um hvaða tilboði verður tekið.
Óundirbúnar fyrirspurnir föstudaginn 4. september
Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra verða á dagskrá við upphaf þingfundar föstudaginn 4. september kl. 10:30. Þá verða til svara fjármála- og efnahagsráðherra, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og dómsmálaráðherra.
Lesa meiraÞingskjölum útbýtt á vef Alþingis þriðjudaginn 1. september
Eftirfarandi þingskjölum var útbýtt á vef Alþingis þriðjudaginn 1. september:
Lesa meiraÓundirbúnar fyrirspurnir fimmtudaginn 3. september
Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra verða á dagskrá við upphaf þingfundar fimmtudaginn 3. september kl. 10:30. Þá verða til svara forsætisráðherra, heilbrigðisráðherra, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra, ferðamála-, iðnaðar-, og nýsköpunarráðherra, mennta- og menningarmálaráðherra, félags- og barnamálaráðherra og umhverfis- og auðlindaráðherra.
Lesa meiraNefndadagur mánudaginn 31. ágúst
Ákveðið hefur verið að mánudagurinn 31. ágúst verði nefndadagur. Á nefndadögum gildir sérstök fundatafla um fundi fastanefnda og venja er að fundað sé bæði fyrir og eftir hádegi.
Lesa meiraÓundirbúnar fyrirspurnir þriðjudaginn 1. september
Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra verða á dagskrá við upphaf þingfundar þriðjudaginn 1. september kl. 13:30. Þá verða til svara fjármála- og efnahagsráðherra, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra og dómsmálaráðherra.
Lesa meiraÓundirbúnar fyrirspurnir föstudaginn 28. ágúst
Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra verða á dagskrá við upphaf þingfundar föstudaginn 28. ágúst kl. 13:30. Þá verða til svara forsætisráðherra, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra og mennta- og menningarmálaráðherra.
Lesa meiraÞingskjali útbýtt á vef Alþingis miðvikudaginn 26. ágúst
Eftirfarandi þingskjali var útbýtt á vef Alþingis miðvikudaginn 26. ágúst:
Lesa meiraSíðsumarsþing hefst fimmtudaginn 27. ágúst
Síðsumarsþing hefst fimmtudaginn 27. ágúst. Við upphaf þingfundar, kl. 10:30, flytur forsætisráðherra Alþingi munnlega skýrslu um stöðu mála vegna heimsfaraldurs kórónuveiru. Eftir skýrsluumræðuna mun fjármála- og efnahagsráðherra mæla fyrir tillögu til þingsályktunar um breytingu á þingsályktun nr. 10/148 um fjármálastefnu fyrir árin 2018–2022.
Lesa meiraTilhögun þingstarfa á framhaldsfundum Alþingis í ágúst/september
Ákveðið hefur verið að stækka enn frekar það svæði á 2. hæð Alþingishússins sem ætlað er til þingfunda. Þá verða fundir nefnda alla jafna fjarfundir.
Lesa meiraStreymt frá fjarfundi í efnahags- og viðskiptanefnd
Efnahags- og viðskiptanefnd heldur fjarfund fimmtudaginn 27. ágúst kl. 9:00 með seðlabankastjóra um skýrslu peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands til Alþingis fyrir fyrri hluta árs 2020. Vegna takmarkana á fundahaldi fastanefnda verður um fjarfund að ræða og því ekki unnt að hafa hann opinn með hefðbundnum hætti eða taka á móti fjölmiðlum á nefndasviði Alþingis. Fundinum verður streymt á vef þingsins og sjónvarpsrás þess.
Lesa meiraÞingskjölum útbýtt á vef Alþingis þriðjudaginn 25. ágúst
Eftirfarandi þingskjölum var útbýtt á vef Alþingis þriðjudaginn 25. ágúst:
Lesa meiraHeimsráðstefna þingforseta í fjarfundi
Heimsráðstefna forseta þjóðþinga, sem fyrirhugað var að halda í Vínarborg á vegum Alþjóðaþingmannasambandsins, er haldin í fjarfundaformi að þessu sinni vegna heimsfaraldurs kórónaveiru. Alþjóðaþingmannasambandið, Inter-Parliamentary Union, hefur skipulagt heimsráðstefnur þingforseta á 5 ára fresti frá árinu 2000.
Þingskjölum útbýtt á vef Alþingis mánudaginn 17. ágúst
Eftirfarandi þingskjölum var útbýtt á vef Alþingis mánudaginn 17. ágúst:
Lesa meiraTölfræðilegar upplýsingar um 150. löggjafarþing
Þingfundum 150. löggjafarþings var frestað 30. júní 2020. Þingið var að störfum frá 10. september til 17. desember 2019 og frá 20. janúar til 30. júní 2020. Þingfundir voru samtals 131 og stóðu í rúmar 672 klst. Meðallengd þingfunda var 5 klst. og 8 mín. Lengsti þingfundurinn stóð í 16 klst. og 7 mín. Lengsta umræðan var um samgönguáætlun en hún stóð samtals í um 45 klst. Þingfundadagar voru alls 104.
Ávarp forseta Alþingis við þingfrestun 30. júní 2020
Fundum Alþingis var frestað 30. júní til 27. ágúst 2020. Forseti Alþingis, Steingrímur J. Sigfússon, flutti ávarp við þingfrestun og fór yfir þingstörfin.
Lesa meiraAðalmenn taka sæti
Þriðjudaginn 30. júní taka Guðlaugur Þór Þórðarson, Sigríður Á. Andersen og Svandís Svavarsdóttir sæti á ný á Alþingi og víkja þá varamenn þeirra, Albert Guðmundsson, Hildur Sverrisdóttir og Orri Páll Jóhannsson af þingi.
Lesa meiraÚtboð nýbyggingar á Alþingisreit
Útboð þriðja áfanga nýbyggingar á Alþingisreit hefur verið auglýst á útboðsvef Ríkiskaupa. Um er að ræða byggingu sjálfs hússins en áður var búið að bjóða út jarðvegsframkvæmdir og vinnslu steinklæðningar sem verður utan á húsinu. Gert er ráð fyrir að tilboðin verði opnuð í ágúst og framkvæmdir hefjist í september. Verklok eru áætluð í lok febrúar 2023.
Varamaður tekur sæti
Mánudaginn 29. júní tekur Albert Guðmundsson sæti á Alþingi sem varamaður fyrir Guðlaug Þór Þórðarson.
Lesa meiraVaramaður tekur sæti
Mánudaginn 29. júní tekur Hildur Sverrisdóttir sæti á Alþingi sem varamaður fyrir Sigríði Á. Andersen.
Lesa meiraAlmennar stjórnmálaumræður (eldhúsdagur) 23. júní
Almennar stjórnmálaumræður (eldhúsdagsumræður) fara fram á Alþingi þriðjudaginn 23. júní 2020 og verða sendar út í útvarpi og sjónvarpi. Umræðurnar hefjast kl. 19:30, skiptast í þrjár umferðir og hefur hver þingflokkur átta mínútur í fyrstu umferð, fimm mínútur í annarri og fimm mínútur í síðustu umferð.
Starfsáætlun Alþingis felld úr gildi
Á fundi forsætisnefndar í morgun var ákveðið að fella starfsáætlun Alþingis úr gildi frá og með deginum í dag. Eldhúsdagsumræður verða þó samkvæmt fyrri áætlun annað kvöld, 23. júní, með hefðbundnu sniði og hefjast kl. 19:30.
Lesa meiraAðalmaður tekur sæti
Mánudaginn 22. júní tekur Jón Gunnarsson sæti á ný á Alþingi og víkur þá varamaður hans, Vilhjálmur Bjarnason, af þingi.
Lesa meiraÓundirbúnar fyrirspurnir mánudaginn 22. júní
Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra verða á dagskrá við upphaf þingfundar mánudaginn 18. júní kl. 11:00. Þá verða til svara forsætisráðherra, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, umhverfis- og auðlindaráðherra og dómsmálaráðherra.
Lesa meiraVaramaður tekur sæti
Föstudaginn 19. júní tekur Orri Páll Jóhannsson sæti á Alþingi sem varamaður fyrir Svandísi Svavarsdóttur.
Lesa meiraNefndadagur 19. júní
Samkvæmt starfsáætlun er nefndadagur 19. júní. Á nefndadögum gildir sérstök fundatafla um fundi fastanefnda og venja er að fundað sé bæði fyrir og eftir hádegi.
Lesa meiraÓundirbúnar fyrirspurnir fimmtudaginn 18. júní
Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra verða á dagskrá við upphaf þingfundar fimmtudaginn 18. júní kl. 10:30. Þá verða til svara fjármála- og efnahagsráðherra, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra og ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra.
Lesa meiraNý úttekt rannsókna- og upplýsingaskrifstofu
Fjallað er um tildrög þess að Norður-Slésvík sameinaðist Danmörku fyrir einni öld.
Lesa meiraVaramaður tekur sæti
Mánudaginn 15. júní tekur Vilhjálmur Bjarnason sæti á Alþingi sem varamaður Jóns Gunnarssonar.
Lesa meiraOpinn fundur stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar um verklag ráðherra við tilnefningu í stöður
Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd heldur opinn fund mánudaginn 15. júní 2020 í húsnæði nefndasviðs Alþingis í Austurstræti 8–10 og hefst hann kl. 10:00.
Lesa meiraÓundirbúnar fyrirspurnir mánudaginn 15. júní og fimmtudaginn 18. júní
Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra verða á dagskrá við upphaf þingfundar 15. og 18. júní
Lesa meiraÓundirbúnar fyrirspurnir föstudaginn 12. júní
Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra verða á dagskrá við upphaf þingfundar föstudaginn 12. maí kl. 12:30. Þá verða til svara forsætisráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra, félags- og barnamálaráðherra og ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra.
Lesa meiraÞingskjölum útbýtt á vef Alþingis fimmtudaginn 11. júní
Eftirfarandi þingskjölum var útbýtt á vef Alþingis fimmtudaginn 11. júní:
Lesa meiraÞingskjali útbýtt á vef Alþingis miðvikudaginn 10. júní
Eftirfarandi þingskjali var útbýtt á vef Alþingis miðvikudaginn 10. júní:
Lesa meiraBreyting á starfsáætlun Alþingis
Forseti hefur í samráði við forsætisnefnd og formenn þingflokka ákveðið að gera breytingar á starfsáætlun. Samkvæmt starfsáætlun Alþingis er föstudagurinn 12. júní nefndadagur. Nú hefur hinsvegar verið ákveðið að hafa þingfund þann dag og hefst hann klukkan 12:30.
Lesa meiraStarfsmaður óskast í mötuneyti Alþingis
Við leitum að jákvæðum og þjónustuliprum starfsmanni í fullt starf í mötuneyti Alþingis. Umsóknarfrestur er til og með 22. júní 2020.
Nefndadagar 10.–12. júní
Samkvæmt starfsáætlun eru nefndadagar 10.–12. júní. Á nefndadögum gildir sérstök fundatafla um fundi fastanefnda og venja er að fundað sé bæði fyrir og eftir hádegi.
Lesa meiraÞingskjölum útbýtt á vef Alþingis föstudaginn 5. júní
Eftirfarandi þingskjölum var útbýtt á vef Alþingis föstudaginn 5. júní:
Lesa meiraLaust starf launafulltrúa á skrifstofu Alþingis
Skrifstofa Alþingis auglýsir eftir launafulltrúa til starfa á starfsmannaskrifstofu Alþingis. Starf launafulltrúa felst í umsjón og eftirliti með margþættum verkefnum á sviði kjara- og mannauðsmála fyrir starfsfólk Alþingis.
Óundirbúnar fyrirspurnir mánudaginn 8. júní
Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra verða á dagskrá við upphaf þingfundar mánudaginn 8. júní kl. 15:00.
Lesa meiraBreyting á starfsáætlun
Forsætisnefnd samþykkti á fundi sínum fyrr í dag, að höfðu samráði við formenn þingflokka, að á fimmtudaginn verði nefndadagur í stað þingfundar.
Lesa meiraNefndadagar 4. og 5. júní
Í samræmi við breytingu sem forsætisnefnd samþykkti á fundi 2. júní 2020 verða fundir í fastanefndum 4. og 5. júní.
Lesa meiraAðalmaður tekur sæti
Þriðjudaginn 2. júní tekur Albertína Friðbjörg Elíasdóttir sæti á ný á Alþingi og víkur þá varamaður hennar, María Hjálmarsdóttir, af þingi.
Lesa meiraÓundirbúnar fyrirspurnir þriðjudaginn 2. júní
Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra verða á dagskrá við upphaf þingfundar þriðjudaginn 2. júní kl. 13:30. Þá verða til svara forsætisráðherra, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, heilbrigðisráðherra, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra og dómsmálaráðherra.
Lesa meiraLífið í Alþingishúsinu færist smám saman í hefðbundið horf
Nú þegar slakað hefur verið á tveggja metra reglunni og 200 manns mega koma saman færist lífið í Alþingishúsinu smám saman í hefðbundið horf. Allir þingmenn geta nú setið í sætum sínum í þingsal og greitt atkvæði með venjubundnum hætti.
Hjólaþing hjólar í vinnuna
Lið Alþingis, Hjólaþing, tók þátt í keppninni Hjólað í vinnuna dagana 6.–26. maí. Að þessu sinni hafnaði liðið í 9. sæti í flokknum 130–399 starfsmenn.
Þingskjölum útbýtt á vef Alþingis miðvikudaginn 27. maí
Eftirfarandi þingskjölum var útbýtt á vef Alþingis miðvikudaginn 27. maí:
Lesa meiraÞingskjölum útbýtt á vef Alþingis þriðjudaginn 26. maí
Eftirfarandi þingskjölum var útbýtt á vef Alþingis þriðjudaginn 26. maí:
Lesa meiraÓundirbúnar fyrirspurnir fimmtudaginn 28. maí
Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra verða á dagskrá við upphaf þingfundar fimmtudaginn 28. maí kl. 10:30. Þá verða til svara fjármála- og efnahagsráðherra, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra.
Lesa meiraNefndadagar 26. og 27. maí
Í samræmi við breytingu sem forsætisnefnd samþykkti á fundi sínum fyrr í dag verða fundir í fastanefndum 26. og 27. maí.
Lesa meiraBreyting á starfsáætlun
Forsætisnefnd samþykkti á fundi sínum fyrr í dag, að höfðu samráði við formenn þingflokka, að víxla nefnda- og þingfundadögum í vikunni. Í stað þingfundar á morgun og á miðvikudag verða nefndafundir en þingfundir í stað nefndafunda á fimmtudag og föstudag.
Lesa meiraAðalmaður tekur sæti
Mánudaginn 25. maí tekur Smári McCarthy sæti á ný á Alþingi og víkur þá varamaður hans, Álfheiður Eymarsdóttir, af þingi.
Lesa meiraÞingskjölum útbýtt á vef Alþingis föstudaginn 22. maí
Eftirfarandi þingskjölum var útbýtt á vef Alþingis föstudaginn 22. maí:
Lesa meiraÓundirbúnar fyrirspurnir mánudaginn 25. maí
Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra verða á dagskrá við upphaf þingfundar mánudaginn 25. maí kl. 15:00. Þá verða til svara forsætisráðherra, heilbrigðisráðherra, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, félags- og barnamálaráðherra, umhverfis- og auðlindaráðherra og dómsmálaráðherra.
Lesa meiraSérstök umræða um varnartengdar framkvæmdir á Suðurnesjum
Sérstök umræða um varnartengdar framkvæmdir á Suðurnesjum verður mánudaginn 25. maí um kl. 15:45. Málshefjandi er Birgir Þórarinsson og til andsvara verður Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra.
Könnun á starfsumhverfi á Alþingi með sérstakri áherslu á einelti, kynferðislega og kynbundna áreitni
Niðurstöður könnunar Félagsvísindastofnunar á starfsumhverfi og vinnustaðamenningu Alþingis með sérstakri áherslu á einelti, kynferðislega og kynbundna áreitni voru kynntar þingmönnum og starfsfólki skrifstofu Alþingis í dag.
Lesa meiraÓundirbúnar fyrirspurnir miðvikudaginn 20. maí
Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra verða á dagskrá við upphaf þingfundar miðvikudaginn 20. maí kl. 15:00. Þá verða til svara fjármála- og efnahagsráðherra, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, heilbrigðisráðherra, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra, mennta- og menningarmálaráðherra og umhverfis- og auðlindaráðherra.
Lesa meiraVaramaður tekur sæti
Mánudaginn 18. maí tekur María Hjálmarsdóttir sæti á Alþingi sem varamaður fyrir Albertínu Friðbjörgu Elíasdóttur.
Lesa meiraÞingskjölum útbýtt á vef Alþingis föstudaginn 15. maí
Eftirfarandi þingskjölum var útbýtt á vef Alþingis föstudaginn 15. maí:
Lesa meiraÓundirbúnar fyrirspurnir mánudaginn 18. maí
Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra verða á dagskrá við upphaf þingfundar mánudaginn 18. maí kl. 15:00. Þá verða til svara forsætisráðherra, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, félags- og barnamálaráðherra, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra og dómsmálaráðherra.
Lesa meiraNefndadagar 14.–16. maí
Fundir eru í fastanefndum 14.–16. maí skv. starfsáætlun Alþingis. Á nefndadögum gildir sérstök fundatafla um fundi fastanefnda og venja er að fundað sé bæði fyrir og eftir hádegi.
Lesa meiraÓundirbúnar fyrirspurnir miðvikudaginn 13. maí
Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra verða á dagskrá við upphaf þingfundar miðvikudaginn 13. maí kl. 15:00. Þá verða til svara fjármála- og efnahagsráðherra, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra og mennta- og menningarmálaráðherra.
Lesa meiraÚthlutun fræðimannsíbúðar Húss Jóns Sigurðssonar
Úthlutunarnefnd fræðimannsíbúðar, samkvæmt reglum um Hús Jóns Sigurðssonar í Kaupmannahöfn, hefur lokið störfum og úthlutað íbúð fræðimanns á 2. hæð hússins frá ágústlokum 2020 til sama tíma að ári.
Óundirbúnar fyrirspurnir mánudaginn 11. maí
Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra verða á dagskrá við upphaf þingfundar mánudaginn 11. maí kl. 15:00. Þá verða til svara forsætisráðherra, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, heilbrigðisráðherra, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, dómsmálaráðherra og félags- og barnamálaráðherra.
Lesa meiraSamstarfssamningur um útgáfu á dómum og skjölum Yfirréttarins
Samstarfssamningur um útgáfu á dómum og skjölum Yfirréttarins á Íslandi var undirritaður 7. maí af fulltrúum Alþingis, Þjóðskjalasafns og Sögufélags. Alþingi samþykkti í tilefni af aldarafmæli Hæstaréttar í febrúar 2020 að styðja útgáfu á dómum og skjölum Yfirréttarins um 10 millj. kr. árlega næstu 10 ár. Yfirrétturinn starfaði á Alþingi frá 1563 til 1800.
Alþingi veitt viðurkenning fyrir þriðja og fjórða Græna skrefið
Forseti Alþingis og yfirstjórn skrifstofu Alþingis tóku í dag á móti viðurkenningu frá Umhverfisstofnun í tilefni þess að Alþingi hefur tekið 3. og 4. Græna skrefið. Öflugt umhverfisstarf hefur verið á Alþingi undanfarin ár og er það hluti af menningu vinnustaðarins að huga að umhverfinu í hvívetna.
Nefndadagar 8. og 9. maí
Fundir eru í fastanefndum 8. og 9. maí skv. starfsáætlun Alþingis. Á nefndadögum gildir sérstök fundatafla um fundi fastanefnda og venja er að fundað sé bæði fyrir og eftir hádegi.
Lesa meiraÁkvarðanir forsætisnefndar birtar á vef Alþingis
Ákvarðanir og dagskrár forsætisnefndar eru nú birtar á undirsíðu nefndarinnar á vef Alþingis. Þetta er gert í samræmi við breytingar á upplýsingalögum sem samþykkt voru á síðasta þingi og fólu m.a. í sér að gildissvið laganna var látið ná til stjórnsýslu Alþingis.
Lesa meiraVaramaður tekur sæti
Fimmtudaginn 7. maí tekur Álfheiður Eymarsdóttir sæti á Alþingi sem varamaður fyrir Smára McCarthy.
Lesa meiraÓundirbúnar fyrirspurnir fimmtudaginn 7. maí
Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra verða á dagskrá við upphaf þingfundar fimmtudaginn 7. maí kl. 10:30. Þá verða til svara fjármála- og efnahagsráðherra, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra, og dómsmálaráðherra.
Lesa meiraNý útgáfa lagasafns
Ný útgáfa lagasafnsins (150b) hefur verið birt á vef Alþingis. Þar er lagasafnið uppfært til 1. maí 2020.
Lesa meiraÞingfundarsvæði stækkað og setið í öðru hverju sæti
Gerðar hafa verið ráðstafanir til að flestir þingmenn og ráðherrar geti verið á þingfundi samtímis. Þingfundarsvæðið hefur verið stækkað og er nú efrideildarsalur ásamt báðum herbergjunum austur og vestur af þingsalnum hluti þingfundarsvæðisins. Setið er í öðru hverju sæti í þingsalnum, sætaskipan er frjáls, þingmenn eiga ekki fast sæti í þingsal eða í hliðarherbergjum.
Aðalmaður tekur sæti
Föstudaginn 1. maí tók Þórunn Egilsdóttir sæti á ný á Alþingi og vék þá varamaður hennar, Þórarinn Ingi Pétursson, af þingi.
Lesa meiraÓundirbúnar fyrirspurnir mánudaginn 4. maí
Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra verða á dagskrá við upphaf þingfundar mánudaginn 4. maí kl. 15:00. Þá verða til svara forsætisráðherra, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, heilbrigðisráðherra, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra og umhverfis- og auðlindaráðherra.
Lesa meiraLaust starf fræðslustjóra á skrifstofu Alþingis
Skrifstofa Alþingis auglýsir eftir fræðslustjóra til starfa á rannsókna- og upplýsingaskrifstofu. Starf fræðslustjóra felst einkum í að móta fjölbreytta kynningu og fræðslu um starfsemi Alþingis fyrir alla aldurshópa með áherslu á leik-, grunn- og framhaldsskólanema. Um er að ræða nýtt og spennandi starf í fjölbreyttu og lifandi starfsumhverfi á skrifstofu Alþingis.
Þríeykið heimsækir Alþingi
Breytingar á þingfundasvæðinu á 2. hæð Alþingishússins hafa verið í undirbúningi með hliðsjón af því að frá og 4. maí nk. verða rýmkaðar reglur sóttvarnayfirvalda um fjölda einstaklinga sem geta verið í sama rými. Þríeykið Alma Möller landlæknir, Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra, komu í Alþingishúsið í gær og áttu fund með forseta, forsætisnefnd og viðbragðsteymi Alþingis.
Ný starfsáætlun fyrir tvo síðustu mánuði vorþings
Forsætisnefnd samþykkti á fundi sínum 29. apríl nýja starfsáætlun fyrir tvo síðustu mánuði vorþings en starfsáætlun fyrir 150. löggjafarþing var tekin úr sambandi 19. mars sl. vegna COVID-19 faraldursins. Gert er ráð fyrir að tvær vikur bætist aftan við upphaflega áætlun.
Lesa meiraÓundirbúnar fyrirspurnir fimmtudaginn 30. apríl
Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra verða á dagskrá við upphaf þingfundar fimmtudaginn 30. apríl kl. 10:30. Þá verða til svara fjármála- og efnahagsráðherra, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra, mennta- og menningarmálaráðherra og félags- og barnamálaráðherra.
Lesa meiraÓundirbúnar fyrirspurnir þriðjudaginn 28. apríl
Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra verða á dagskrá við upphaf þingfundar þriðjudaginn 28. apríl kl. 13:30. Þá verða til svara forsætisráðherra, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, heilbrigðisráðherra, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, dómsmálaráðherra og félags- og barnamálaráðherra.
Lesa meiraÞingskjölum útbýtt á vef Alþingis mánudaginn 27. apríl
Eftirfarandi þingskjölum var útbýtt á vef Alþingis mánudaginn 27. apríl:
Lesa meiraÞingskjölum útbýtt á vef Alþingis þriðjudaginn 21. apríl
Eftirfarandi þingskjölum var útbýtt á vef Alþingis þriðjudaginn 21. apríl:
Lesa meiraÓundirbúnar fyrirspurnir miðvikudaginn 22. apríl
Breytt viðvera: Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra verða á dagskrá við upphaf þingfundar miðvikudaginn 22. apríl kl. 10:30. Þá verða til svara forsætisráðherra, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og utanríkis- og þróunarmálaráðherra.
Lesa meiraÞingskjölum útbýtt á vef Alþingis laugardaginn 18. apríl
Eftirfarandi þingskjölum var útbýtt á vef Alþingis laugardaginn 18. apríl:
Lesa meiraÓundirbúnar fyrirspurnir mánudaginn 20. apríl
Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra verða á dagskrá við upphaf þingfundar mánudaginn 20. apríl kl. 15:00. Þá verða til svara fjármála- og efnahagsráðherra, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, félags- og barnamálaráðherra, umhverfisráðherra og dómsmálaráðherra.
Lesa meiraFjarfundur þingforseta Norðurlanda og Eystrasaltsríkja
Forsetar þjóðþinga Norðurlanda og Eystrasaltsríkja hafa um langt árabil átt árlegan fund sem haldinn er til skiptis í löndunum átta. Vegna kringumstæðna var að þessu sinni haldinn sérstakur fjarfundur þingforsetanna, að frumkvæði forseta finnska þingsins, en halda átti fundinn í Helsinki. Aðalumræðuefni fundarins var áhrif kórónuveirufaraldursins á Norðurlöndum og í Eystrasaltsríkjunum, einkum áhrif á þjóðþingin.
Óundirbúnar fyrirspurnir fimmtudaginn 16. apríl
Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra verða á dagskrá við upphaf þingfundar fimmtudaginn 16. apríl kl. 10:30. Þá verða til svara forsætisráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, heilbrigðisráðherra, félags- og barnamálaráðherra og dómsmálaráðherra.
Lesa meiraTil hamingju Vigdís!
Fyrir hönd Alþingis færir Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, frú Vigdísi Finnbogadóttur, fyrrverandi forseta Íslands, innilegar hamingjuóskir í tilefni af níræðisafmæli hennar í dag. Þessar heillaóskir eru fluttar fyrir hönd allra þingmanna, núverandi og fyrrverandi, sem og starfsfólks Alþingis.
Lesa meiraTilhögun þingstarfa til 4. maí nk.
Forsætisnefnd Alþingis gerði á fundi sínum í dag, 14. apríl, samþykkt um tilhögun þingstarfa fram til 4. maí nk., þess efnis að brottfall starfsáætlunar sem kynnt var 19. mars sl. verði framlengt til þess tíma. Fyrirhugað er að endurskoðuð starfsáætlun fyrir 150. löggjafarþing taki við frá þeim tíma þegar nýjar reglur sóttvarnaryfirvalda hafa litið dagsins ljós.
Lesa meiraAfsal þingmennsku – nýr þingmaður tekur sæti
Þriðjudaginn 14. apríl tekur Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir sæti á Alþingi í stað Þorsteins Víglundssonar sem hefur afsalað sér þingmennsku.
Lesa meiraÞingskjölum útbýtt á vef Alþingis laugardaginn 11. apríl
Eftirfarandi þingskjölum var útbýtt á vef Alþingis laugardaginn 11. apríl:
Lesa meiraSjöundi starfsmaðurinn smitaður
Viðbragðsteymi Alþingis greindi frá því í dag að einn starfsmaður til viðbótar hefði um helgina bæst í hóp þeirra sem greinst hafa með Covid-19 veiruna. Viðkomandi hefur starfsstöð í Blöndahlshúsi, en hefur verið í sóttkví sl. tvær vikur. Fjögur þeirra sem áður veiktust af veirunni hafa náð bata og vonir standa til að hin losni úr einangrun á næstu dögum.
Lesa meiraAtkvæðagreiðsla í einfaldri röð um bandorm
Óvenjulegar aðstæður kalla á óvenjulegar aðgerðir. Í þessari myndasyrpu frá atkvæðagreiðslu á Alþingi mánudaginn 30. mars sést hvernig þingmenn ganga inn í þingsalinn í einfaldri röð, með góðu millibili, og greiða atkvæði, einn í senn, um frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum til að mæta efnahagslegum áhrifum heimsfaraldurs kórónuveiru.
Óundirbúnar fyrirspurnir fimmtudaginn 2. apríl
Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra verða á dagskrá við upphaf þingfundar fimmtudaginn 2. apríl kl. 10:30. Þá verða til svara fjármála- og efnahagsráðherra, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, utanríkis- og þróunarmálaráðherra, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, mennta- og menningarmálaráðherra og dómsmálaráðherra.
Lesa meiraÞingfundur á fimmtudag
Forseti Alþingis hefur fallist á ósk formanna stjórnarandstöðuflokkanna um að boða til þingfundar fimmtudaginn 2. apríl nk. Á dagskrá fundarins er eingöngu óundirbúinn fyrirspurnatími þar sem þingmönnum gefst kostur á að beina spurningum til ráðherra skv. 58. gr. þingskapa. Fundurinn hefst kl. 10:30 árdegis.
Lesa meiraÞingskjölum útbýtt á vef Alþingis sunnudaginn 29. mars
Eftirfarandi þingskjölum var útbýtt á vef Alþingis sunnudaginn 29. mars:
Lesa meiraÓundirbúnar fyrirspurnir mánudaginn 30. mars
Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra verða á dagskrá við upphaf þingfundar mánudaginn 30. mars kl. 10:00. Þá verða til svara forsætisráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og heilbrigðisráðherra.
Lesa meiraNefndafundir með breyttu sniði
Til að draga úr hættu af smiti af kórónaveirunni hafa fastanefndir Alþingis undanfarið eingöngu fundað með fjarfundabúnaði. Eins og sjá má á myndum sem hér birtast hafa formenn nefnda verið í nefndaherbergi en aðrir nefndarmenn verið á heimili sínu og gestir verið utan þingsvæðis. Einungis þær fastanefndir sem þurft hafa að fjalla um þingmál sem tengjast Covid-19 faraldrinum halda fundi þessa dagana.
Þingskjölum útbýtt á vef Alþingis miðvikudaginn 25. mars
Eftirfarandi þingskjölum var útbýtt utan þingfundar miðvikudaginn 25. mars:
- Sérstakt tímabundið fjárfestingarátak – stjórnartillaga fjármála- og efnahagsráðherra, þingskjal 1181.
- Aðbúnaður, hollustuhættir og öryggi á vinnustöðum (undanþága frá CE-merkingu) – stjórnarfrumvarp félags- og barnamálaráðherra, þingskjal 1182.
Niðurrekstri stálþilja lokið
Niðurrekstri á stálþiljum meðfram Tjarnargötu lauk fimmtudaginn 19. mars. Næstu dagar fara í að taka umferðareyjuna í Vonarstræti, breyta gangbraut og girðingu. Síðan verða teknar upp hellur og kantsteinar í götunni, grafið ofan af strengjum og þeir færðir til. Að því búnu er svo komið að „uppúrtekt“ jarðvegs á lóðinni.
Auknar varúðarráðstafanir
Viðbragðsteymi Alþingis greindi frá því í gærkvöld að sex starfsmenn skrifstofunnar (sem allir vinna í sama húsi) og einn þingmaður hafa smitast af kórónaveirunni. Til að tryggja að Alþingi geti sinnt brýnustu löggjafarverkefnum er nauðsynlegt að auka enn frekar smitvarnir á starfssvæði þingsins. Takmarka verður fjölda þingmanna og starfsfólks í þingsal hverju sinni. Mælt er með því að aðeins þeir þingmenn sem þurfa að taka þátt í umræðum á þingfundum í vikunni séu í Alþingishúsinu.
Lesa meiraÓundirbúnar fyrirspurnir mánudaginn 23. mars
Breytt viðvera: Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra verða á dagskrá við upphaf þingfundar mánudaginn 23. mars kl. 10:30. Þá verða til svara fjármála- og efnahagsráðherra og heilbrigðisráðherra.
Lesa meiraÞingskjölum útbýtt á vef Alþingis laugardaginn 21. mars
Eftirfarandi þingskjölum var útbýtt utan þingfundar laugardaginn 21. mars:
- Aðgerðir til að mæta efnahagslegum áhrifum í kjölfar heimsfaraldurs kórónaveiru – stjórnarfrumvarp fjármála- og efnahagsráðherra, þingskjal 1157.
- Fjáraukalög 2020 – stjórnarfrumvarp fjármála- og efnahagsráðherra, þingskjal 1172.
- Sveitarstjórnarlög (afturköllun ákvörðunar) – frumvarp nefndar, umhverfis- og samgöngunefnd, þingskjal 1175.
Þingskjölum útbýtt á vef Alþingis fimmtudaginn 19. mars
Eftirfarandi þingskjölum var útbýtt á vef Alþingis fimmtudaginn 19. mars:
Lesa meiraÓundirbúnar fyrirspurnir föstudaginn 20. mars
Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra verða á dagskrá við upphaf þingfundar föstudaginn 20. mars kl. 10:30. Þá verða til svara dómsmálaráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra, mennta- og menningarmálaráðherra, umhverfis- og auðlindaráðherra og ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra.
Lesa meiraÞrír starfsmenn smitaðir og í einangrun
Viðbragðsteymi Alþingis greindi frá því síðdegis í dag að niðurstaða úr skimun hefur leitt í ljós að tveir starfsmenn skrifstofunnar hafa bæst í hóp þeirra sem eru smitaðir af kóróna-veirunni, en einn var smitaður fyrir eins og greint var frá 17. mars sl. Báðir þessir starfsmenn voru komnir í sóttkví vegna samskipta við þann sem smitaðist fyrst, en starfsmennirnir þrír hafa starfsstöð í sama húsi, Skúlahúsi, við Kirkjustræti. Smitun er eftir því sem best er vitað eingöngu bundin við það hús. Annað starfsfólk hefur ekki verið sett í sóttkví af smitrakningarteymi Almannavarna í framhaldi af þessu smiti. Þeim sem hafa verið í samskiptum við starfsmennina hefur verið greint frá stöðunni.
Lesa meiraForsætisnefnd tekur starfsáætlun Alþingis úr sambandi til og með 20. apríl
Forsætisnefnd samþykkir að taka úr sambandi starfsáætlun Alþingis fyrir 150. löggjafarþing frá og með deginum í dag að telja og til og með 20. apríl fyrst um sinn. Á þeim tíma verða eingöngu boðaðir þingfundir til að takast á við brýn mál sem tengjast COVID-19 heimsfaraldrinum. Brottfall starfsáætlunar þýðir einnig að komið getur til þingfunda á þeim tíma sem áður var reiknað með fundahléi um páska, en þá eingöngu af sömu ástæðum, þ.e. ef brýnt verður að grípa til ráðstafana vegna ástandsins og atbeina Alþingis þarf til.
Lesa meiraTillögur um endurskoðun kosningalaga í opið samráðsferli
Starfshópur um endurskoðun kosningalaga hefur nú útbúið drög að frumvarpi til kosningalaga. Óskað er eftir umsögnum og athugasemdum eigi síðar en 8. apríl 2020. Að loknu samráðsferli mun starfshópurinn fara yfir athugasemdir sem berast og í kjölfarið skila forseta Alþingis fullbúnu frumvarpi.
Lesa meiraEinn starfsmaður smitaður og í einangrun
Viðbragðsteymi Alþingis greindi frá því síðdegis í dag að niðurstaða úr skimun hefur leitt í ljós að einn starfsmaður skrifstofunnar er smitaður af kóróna-veirunni. Sá starfsmaður hefur verið veikur og í fyrirskipaðri sóttkví síðustu daga en er nú kominn í einangrun og er á batavegi. Þeim sem hafa verið í samskiptum við þennan einstakling hefur verið greint frá stöðunni.
Lesa meiraAðalmaður tekur sæti
Mánudaginn 16. mars tekur Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sæti á ný á Alþingi og víkur þá varamaður hans Þorgrímur Sigmundsson af þingi.
Lesa meiraÞingskjölum útbýtt á vef Alþingis föstudaginn 13. mars
Eftirfarandi þingskjölum var útbýtt á vef Alþingis föstudaginn 13. mars:
Lesa meiraÓundirbúnar fyrirspurnir þriðjudaginn 17. mars
Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra verða á dagskrá við upphaf þingfundar þriðjudaginn 17. mars kl. 13:30. Þá verða til svara fjármála- og efnahagsráðherra, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, heilbrigðisráðherra, mennta- og menningarmálaráðherra, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra og félags- og barnamálaráðherra.
Lesa meiraÞingskjali útbýtt á vef Alþingis fimmtudaginn 12. mars
Eftirfarandi þingskjali var útbýtt á vef Alþingis fimmtudaginn 12. mars:
Lesa meiraMunnleg skýrsla um aðgerðir stjórnvalda í efnahagsmálum vegna veirufaraldurs
Forsætisráðherra, Katrín Jakobsdóttir, flytur þinginu munnlega skýrslu um aðgerðir stjórnvalda í efnahagsmálum vegna veirufaraldurs í dag, fimmtudaginn 12. mars, kl. 14:15. Í kjölfarið verða umræður um skýrsluna.
Lesa meiraUmsóknir um dvöl í íbúð fræðimanns í Kaupmannahöfn 2020–2021
Íbúð fræðimanns í Kaupmannahöfn, samkvæmt reglum um hús Jóns Sigurðssonar, er laus til afnota frá ágústlokum 2020 til sama tíma að ári. Umsóknir um íbúðina skulu hafa borist skrifstofu Alþingis eigi síðar en þriðjudaginn 14. apríl næstkomandi.
Þingskjölum útbýtt á vef Alþingis þriðjudaginn 10. mars
Eftirfarandi þingskjölum var útbýtt á vef Alþingis þriðjudaginn 10. mars:
Lesa meiraAðalmaður tekur sæti
Mánudaginn 9. mars tekur Gunnar Bragi Sveinsson sæti á ný á Alþingi og víkur þá varamaður hans, Una María Óskarsdóttir, af þingi.
Lesa meiraBreytt viðvera: Óundirbúnar fyrirspurnir fimmtudaginn 12. mars
Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra verða á dagskrá við upphaf þingfundar fimmtudaginn 12. mars kl. 10:30. Þá verða til svara forsætisráðherra, heilbrigðisráðherra, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, félags- og barnamálaráðherra og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.
Lesa meiraNefndadagar 9. –11. mars
Fundir eru í fastanefndum 9. –11. mars skv. starfsáætlun Alþingis, sbr. breytingu á áætluninni sem forseti tilkynnti um í dag. Á nefndadögum gildir sérstök fundatafla um fundi fastanefnda og venja er að fundað sé bæði fyrir og eftir hádegi.
Lesa meiraBreyting á starfsáætlun
Á þingfundi fyrr í dag tilkynnti forseti um breytingu á starfsáætlun. Samkvæmt starfsáætlun Alþingis átti fimmtudagurinn 12. mars að vera nefndadagur. Nú hefur verið ákveðið að hafa þingfund þann dag og hefst hann klukkan 10:30. Nefndir geta fundað fyrir hádegi eða þar til þingfundur hefst.
Lesa meiraStálþil rekin niður meðfram Tjarnargötu
Í dag og næstu daga má búast við nokkrum hávaða og titringi frá Alþingisreit, á meðan verktaki við jarðvegsframkvæmdir nýbyggingar rekur niður stálþil meðfram Tjarnargötu. Vonir standa til að verkið gangi fljótt og vel fyrir sig, þannig að ónæði fyrir þingmenn, starfsmenn, nágranna og vegfarendur verði í lágmarki.
Viðbragðsáætlun Alþingis við heimsfaraldri virkjuð
Viðbragðsáætlun Alþingis við COVID-19 faraldrinum hefur verið virkjuð. Við gerð áætlunarinnar var stuðst við landsáætlun Almannavarna um heimsfaraldur. Áætlunin miðar að því að lágmarka áhrif heimsfaraldurs á starfsemi Alþingis og skrifstofu þingsins og tryggja skipulögð og samræmd viðbrögð ef til slíks faraldurs kemur.
Lesa meiraSérstök umræða um bætt uppeldi, leið til forvarna og lýðheilsu
Sérstök umræða um bætt uppeldi, leið til forvarna og lýðheilsu verður fimmtudaginn 5. mars um kl. 11:00. Málshefjandi er Una María Óskarsdóttir og til andsvara verður heilbrigðisráðherra, Svandís Svavarsdóttir.
Sérstök umræða um jafnt atkvæðavægi
Miðvikudaginn 4. mars um kl. 15:30 verður sérstök umræða um jafnt atkvæðavægi. Málshefjandi er Helgi Hrafn Gunnarsson og til andsvara verður forsætisráðherra, Katrín Jakobsdóttir.
Sérstök umræða um almannavarnir
Miðvikudaginn 4. mars um kl. 16:15 verður sérstök umræða um almannavarnir. Málshefjandi er Ari Trausti Guðmundsson og til andsvara verður forsætisráðherra, Katrín Jakobsdóttir.
Þingskjölum útbýtt á vef Alþingis mánudaginn 2. mars
Eftirfarandi þingskjölum var útbýtt á vef Alþingis mánudaginn 2. mars:
Lesa meiraVaramenn taka sæti
Mánudaginn 2. mars tekur Una María Óskarsdóttir sæti á Alþingi sem varamaður fyrir Gunnar Braga Sveinsson. Sama dag tekur einnig Þorgrímur Sigmundsson sæti sem varamaður fyrir Sigmund Davíð Gunnlaugsson.
Lesa meiraÞingskjölum útbýtt á vef Alþingis föstudaginn 28. febrúar
Eftirfarandi þingskjölum var útbýtt á vef Alþingis föstudaginn 28. febrúar:
- Fasteignalán til neytenda (viðskipti lánamiðlara yfir landamæri) – stjórnarfrumvarp fjármála- og efnahagsráðherra, þingskjal 1022.
- Innflutningur dýra (sóttvarna- og einangrunarstöðvar) – stjórnarfrumvarp sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, þingskjal 1023.
Óundirbúnar fyrirspurnir þriðjudaginn 3. mars
Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra verða á dagskrá við upphaf þingfundar þriðjudaginn 3. mars kl. 13:30. Þá verða til svara forsætisráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, umhverfis- og auðlindaráðherra, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra og dómsmálaráðherra.
Lesa meiraÓundirbúnar fyrirspurnir fimmtudaginn 5. mars
Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra verða á dagskrá við upphaf þingfundar fimmtudaginn 5. mars kl. 10:30. Þá verða til svara heilbrigðisráðherra, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.
Lesa meiraNefndadagur fimmtudaginn 27. febrúar
Við upphaf þingfundar mánudaginn 24. febrúar tilkynnti forseti um tvær breytingar á starfsáætlun. Fimmtudagurinn 27. febrúar verður nefndadagur en ekki þingfundadagur. Jafnframt kynnti forseti beiðni sem honum hafði borist frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu um að fyrri umræða um fjármálaáætlun fyrir árin 2021–2025 fari fram nokkrum dögum síðar en starfsáætlun Alþingis gerir ráð fyrir eða 30. og 31. mars í stað 24. og 25. mars.
Lesa meiraAðalmenn taka sæti
Mánudaginn 24. febrúar taka Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Njáll Trausti Friðbertsson sæti á ný á Alþingi og víkja þá varamenn þeirra Þorgrímur Sigmundsson og Valgerður Gunnarsdóttir af þingi.
Lesa meiraÓundirbúnar fyrirspurnir mánudaginn 24. febrúar
Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra verða á dagskrá við upphaf þingfundar mánudaginn 24. febrúar kl. 15:00. Þá verða til svara forsætisráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra, heilbrigðisráðherra, mennta- og menningarmálaráðherra, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, umhverfis- og auðlindaráðherra og dómsmálaráðherra.
Lesa meiraSérstök umræða um stöðu efnahagsmála mánudaginn 24. febrúar
Mánudaginn 24. febrúar, um kl. 15:45, verður sérstök umræða um stöðu efnahagsmála og viðbrögð ríkisstjórnarinnar við kólnun hagkerfisins. Málshefjandi er Þorsteinn Víglundsson og til andsvara verður Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra.
Óundirbúnar fyrirspurnir fimmtudaginn 27. febrúar
Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra verða á dagskrá við upphaf þingfundar fimmtudaginn 27. febrúar kl. 10:30. Þá verða til svara utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.
Lesa meiraNefndadagur miðvikudaginn 26. febrúar
Samkvæmt starfsáætlun Alþingis er nefndadagur miðvikudaginn 26. febrúar 2020. Á nefndadögum gildir sérstök fundatafla um fundi fastanefnda og venja er að fundað sé bæði fyrir og eftir hádegi.
Lesa meiraSérstök umræða um stuðning við rannsóknir og nýsköpun utan höfuðborgarsvæðisins
Fimmtudaginn 20. febrúar um kl. 11 verður sérstök umræða um stuðning við rannsóknir og nýsköpun utan höfuðborgarsvæðisins. Málshefjandi er Albertína Friðbjörg Elíasdóttir og til andsvara verður ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir.
Ávarp forseta Alþingis á aldarafmæli Hæstaréttar Íslands
Forseti Alþingis, Steingrímur J. Sigfússon, flutti ávarp á hátíðarsamkomu í tilefni aldarafmælis Hæstaréttar Íslands, sem fram fór í Þjóðleikhúsinu sunnudaginn 16. febrúar 2020.
Lesa meiraVaramenn taka sæti
Mánudaginn 17. febrúar tekur Þorgrímur Sigmundsson sæti á Alþingi sem varamaður fyrir Sigmund Davíð Gunnlaugsson og Valgerður Gunnarsdóttir tekur sæti sem varamaður fyrir Njál Trausta Friðbertsson.
Lesa meiraÓundirbúnar fyrirspurnir mánudaginn 17. febrúar
Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra verða á dagskrá við upphaf þingfundar mánudaginn 17. febrúar kl. 15:00. Þá verða til svara forsætisráðherra, heilbrigðisráðherra, félags- og barnamálaráðherra, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, umhverfis- og auðlindaráðherra og dómsmálaráðherra.
Lesa meiraÓundirbúnar fyrirspurnir fimmtudaginn 20. febrúar
Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra verða á dagskrá við upphaf þingfundar fimmtudaginn 20. febrúar kl. 10:30. Þá verða til svara fjármála- og efnahagsráðherra, mennta- og menningarmálaráðherra og ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra.
Lesa meiraNefndadagur miðvikudaginn 19. febrúar
Samkvæmt starfsáætlun Alþingis er nefndadagur miðvikudaginn 19. febrúar. Á nefndadögum gildir sérstök fundatafla um fundi fastanefnda og venja er að fundað sé bæði fyrir og eftir hádegi.
Lesa meiraSamvinna á sviði jarðvarma rædd í ferð forseta Alþingis til Nýja Sjálands
Það sem hæst hefur borið í opinberri heimsókn forseta Alþingis til Nýja Sjálands síðustu daga er þingmannasamstarf, samvinna á sviði jarðvarma og möguleikar á sviði ferðaþjónustu og viðskipta. Ááætlað er að um 100 nýsjálenskir gestir sæki stóra jarðhitaráðstefnu sem haldin verður í Reykjavík í lok apríl.
Aðalmaður tekur sæti
Mánudaginn 10. febrúar tekur Steinunn Þóra Árnadóttir sæti á ný á Alþingi og víkur þá varamaður hennar, Halla Gunnarsdóttir, af þingi.
Lesa meiraForseti Alþingis heimsækir Nýja Sjáland
Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, er í opinberri heimsókn á Nýja Sjálandi 9.–13. febrúar í boði forseta nýsjálenska þingsins, Trevors Mallard. Með forseta í för eru Helgi Hrafn Gunnarsson, 6. varaforseti Alþingis, og Hanna Katrín Friðriksson, formaður þingflokks Viðreisnar, ásamt Jörundi Kristjánssyni, forstöðumanni forsetaskrifstofu.
Lesa meiraAlþingismenn hitta kjósendur á kjördæmadögum
Kjördæmadagar eru 10.–13. febrúar og eru því engir þingfundir á Alþingi þá vikuna. Kjördæmadagana nýta þingmenn til að fara út í kjördæmi sín og hitta kjósendur, sveitarstjórnafólk, fulltrúa fyrirtækja og fleiri. Næsti þingfundur verður haldinn mánudaginn 17. febrúar samkvæmt starfsáætlun Alþingis.
Lesa meiraÁvarp forseta Alþingis við fyrstu skóflustungu að nýbyggingu á Alþingisreit
Forseti Alþingis, Steingrímur J. Sigfússon, flutti ávarp þegar tekin var skóflustunga að nýbyggingu á Alþingisreit 4. febrúar 2020.
Lesa meiraFramkvæmdir hafnar á Alþingisreit
Fyrsta skóflustungan að nýbyggingu Alþingis var tekin í dag, 4. febrúar, og markar hún formlegt upphaf framkvæmda við nýbygginguna á Alþingisreit. Byggingin er þjónustukjarni sem í fyllingu tímans mun sameina á einum stað alla starfsemi nefndasviðs, skrifstofur þingmanna, funda- og vinnuaðstöðu þingflokka o.s.frv.
Varamaður tekur sæti
Mánudaginn 3. febrúar tekur Halla Gunnarsdóttir sæti á Alþingi sem varamaður fyrir Steinunni Þóru Árnadóttur.
Lesa meiraNý útgáfa lagasafns
Ný útgáfa lagasafnsins (150a) hefur verið birt á vef Alþingis. Þar er lagasafnið uppfært til 10. janúar 2020.
Lesa meiraOpinn fundur efnahags- og viðskiptanefndar um skýrslu peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands
Efnahags- og viðskiptanefnd heldur opinn fund fimmtudaginn 6. febrúar kl. 9:00. Efni fundarins er skýrsla peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands til Alþingis fyrir seinni hluta ársins 2019. Gestur fundarins verður Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.
Óundirbúnar fyrirspurnir mánudaginn 3. febrúar
Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra verða á dagskrá við upphaf þingfundar mánudaginn 3. febrúar kl. 15:00. Þá verða til svara heilbrigðisráðherra, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, umhverfis- og auðlindaráðherra, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra og dómsmálaráðherra.
Lesa meiraÓundirbúnar fyrirspurnir fimmtudaginn 6. febrúar
Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra verða á dagskrá við upphaf þingfundar fimmtudaginn 6. febrúar kl. 10:30. Þá verða til svara fjármála- og efnahagsráðherra, félags- og barnamálaráðherra, mennta- og menningarmálaráðherra, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra.
Lesa meiraSérstök umræða um örorku kvenna og álag við umönnun
Fimmtudaginn 30. janúar um kl. 11:00 verður sérstök umræða um örorku kvenna og álag við umönnun. Málshefjandi er Guðmundur Andri Thorsson og til andsvara verður heilbrigðisráðherra, Svandís Svavarsdóttir.
Nefndadagur 5. febrúar
Samkvæmt starfsáætlun Alþingis er nefndadagur miðvikudaginn 5. febrúar. Á nefndadögum gildir sérstök fundatafla um fundi fastanefnda og venja er að fundað sé bæði fyrir og eftir hádegi.
Lesa meiraSérstök umræða um jafnrétti til náms óháð búsetu
Miðvikudaginn 29. janúar um kl. 15:30 verður sérstök umræða um jafnrétti til náms óháð búsetu. Málshefjandi er Vilhjálmur Árnason og til andsvara verður mennta- og menningarmálaráðherra, Lilja Alfreðsdóttir.
Sérstök umræða um útgreiðslu persónuafsláttar
Þriðjudaginn 28. janúar um kl. 14:15 verður sérstök umræða um útgreiðslu persónuafsláttar. Málshefjandi er Halldóra Mogensen og til andsvara verður fjármála- og efnahagsráðherra, Bjarni Benediktsson.
Laust starf sérfræðings í vinnslu og útgáfu skjala og ræðna á þingfundasviði
Skrifstofa Alþingis auglýsir eftir íslenskusérfræðingi til starfa í nýrri deild á þingfundasviði. Starf sérfræðings felst í yfirlestri á ræðum úr þingsal og þingskjölum, auk uppsetningar, umbrots og frágangs þingskjala og þingræðna fyrir útgáfu á vef og í prentuðu formi.
Varamenn taka sæti
Mánudaginn 27. janúar taka ellefu varamenn sæti á Alþingi: Arna Lára Jónsdóttir fyrir Guðjón S. Brjánsson, Elvar Eyvindsson fyrir Birgi Þórarinsson, Jónína Björk Óskarsdóttir fyrir Guðmund Inga Kristinsson, Ásgerður K. Gylfadóttir fyrir Silju Dögg Gunnarsdóttur, Njörður Sigurðsson fyrir Oddnýju G. Harðardóttur, Olga Margrét Cilia fyrir Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur, Stefán Vagn Stefánsson fyrir Höllu Signýju Kristjánsdóttur, Una Hildardóttir fyrir Rósu Björk Brynjólfsdóttur, Eydís Blöndal fyrir Kolbein Óttarsson Proppé, Bjarni Jónsson fyrir Lilju Rafneyju Magnúsdóttur og Karen Elísabet Halldórsdóttir fyrir Bryndísi Haraldsdóttur.
Lesa meiraÓundirbúnar fyrirspurnir þriðjudaginn 28. janúar
Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra verða á dagskrá við upphaf þingfundar þriðjudaginn 28. janúar kl. 13:30. Þá verða til svara fjármála- og efnahagsráðherra, heilbrigðisráðherra, mennta- og menningarmálaráðherra, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, félags- og barnamálaráðherra og dómsmálaráðherra.
Lesa meiraÓundirbúnar fyrirspurnir fimmtudaginn 30. janúar
Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra verða á dagskrá við upphaf þingfundar fimmtudaginn 30. janúar kl. 10:30. Þá verða til svara forsætisráðherra, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.
Lesa meiraSérstök umræða um fiskveiðistjórnarkerfið
Fimmtudaginn 23. janúar um kl. 11:00 verður sérstök umræða um fiskveiðistjórnarkerfið. Málshefjandi er Þorsteinn Víglundsson og til andsvara verður sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, Kristján Þór Júlíusson.
Sérstök umræða um stefnu stjórnvalda í matvælaframleiðslu
Fimmtudaginn 23. janúar um kl. 11:45 verður sérstök umræða um stefnu stjórnvalda í matvælaframleiðslu. Málshefjandi er Lilja Rafney Magnúsdóttir og til andsvara verður sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, Kristján Þór Júlíusson.
Sérstök umræða um stöðu hjúkrunarheimila og Landspítala
Miðvikudaginn 22. janúar um kl. 15:30 verður sérstök umræða um stöðu hjúkrunarheimila og Landspítala. Málshefjandi er Anna Kolbrún Árnadóttir og til andsvara verður Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra.
Minningarorð um Guðrúnu Ögmundsdóttur, fyrrverandi alþingismann
Guðrún Ögmundsdóttir, fyrrverandi alþingismaður, andaðist á líknardeild Landspítalans á gamlársdag, 31. desember 2019. Hennar var minnst við upphaf þingfundar í dag.
Lesa meiraOpinn fundur stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar um frumkvæðisathugun á hæfi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra
Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd heldur opinn fund miðvikudaginn 22. janúar kl. 09:00. Efni fundarins er frumkvæðisathugun á hæfi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra í ljósi stöðu hans gagnvart útgerðarfyrirtækinu Samherja.
Tilhögun þingfundar mánudaginn 20. janúar 2020
Alþingi kemur saman á ný til funda eftir jólahlé mánudaginn 20. janúar kl. 3 síðdegis. Í upphafi fundar mun forsætisráðherra lesa forsetabréf um framhaldsfundi Alþingis. Síðan mun forseti Alþingis fresta þingfundi til kl. 4. Þegar þingfundur hefst að nýju kl. 4 verður í upphafi minnst látins alþingismanns. Að venju verður gert nokkurra mínútna hlé að loknum lestri minningarorða. Þá les forseti tilkynningar og síðan hefst umræða um stöðuna í stjórnmálum í byrjun árs og verkefnin framundan.
Lesa meira- Fyrri síða
- Næsta síða