Tilkynningar

21.6.2019 : Fundum 149. löggjafarþings frestað – yfirlit um þingstörfin

AlþingiÞingfundum 149. löggjafarþings var frestað 20. júní 2019. Þingið var að störfum frá 11. september til 14. desember 2018 og frá 21. janúar til 20. júní 2019. Þingfundir voru samtals 129 og stóðu í rúmar 865 klst. Meðallengd þingfunda var 6 klst. og 42 mín. Lengsti þingfundurinn stóð í 24 klst. og 16 mín. Lengsta umræðan var um þriðja orkupakkann sem stóð samtals í um 138 klst. Þingfundadagar voru alls 113.

Lesa meira

21.6.2019 : Aðalmenn taka sæti

Föstudaginn 21. júní taka Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, Gunnar Bragi Sveinsson, Halla Signý Kristjánsdóttir, Sigríður Á. Andersen og Þorsteinn Víglundsson sæti á ný á Alþingi. Þá víkja varamenn þeirra, Óli Halldórsson, Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir, Lilja Rannveig Sigurðardóttir, Hildur Sverrisdóttir og Jarþrúður Ásmundsdóttir af þingi.

Lesa meira

20.6.2019 : Ávarp forseta Alþingis við frestun þingfunda

Háttvirtir alþingismenn. Alþingi hefur nú lokið afgreiðslu þeirra mála sem afgreiðslu fá á þessum reglulega þingvetri fyrir sumarhlé þingsins. Eins og þingmönnum er kunnugt um er samkomulag um að þetta löggjafarþing, 149. þing, komi saman á ný miðvikudaginn 28. ágúst til að ræða og afgreiða þingmál sem tengjast hinum svonefnda orkupakka. Þingstörfin hafa gengið greiðlega nú síðustu daga eftir að samstaða varð um hvernig þinglokum yrði hagað.

Lesa meira

20.6.2019 : Varamaður tekur sæti

Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir tók sæti á Alþingi miðvikudaginn 19. júní sem varamaður fyrir Höllu Signýju Kristjánsdóttur.

Lesa meira

19.6.2019 : Varamenn taka sæti

Miðvikudaginn 19. júní taka Hildur Sverrisdóttir og Óli Halldórsson sæti á Alþingi sem varamenn fyrir Sigríði Á. Andersen og Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur.

Lesa meira

18.6.2019 : Varamaður tekur sæti

Þriðjudaginn 18. júní tekur Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir sæti á Alþingi sem varamaður fyrir Gunnar Braga Sveinsson.

Lesa meira

17.6.2019 : Yfir 3.000 gestir á opnu húsi 17. júní

17.-juni-2019.09Alls komu 3.160 gestir í Alþingishúsið þegar þar var opið hús í tilefni af 75 ára afmæli lýðveldisins 17. júní. Stöðugur straumur var í gegnum húsið allt frá því það var opnað kl. 14 og þar til lokað var kl. 18. Þingmenn jafnt sem starfsfólk skrifstofu stóðu vaktina og kynntu fyrir áhugasömum gestum sögu Alþingishússins og starfsemi þingsins.

Lesa meira

17.6.2019 : Ályktanir þingfundar ungmenna 17. júní 2019

IMG_2044Þingfundur ungmenna var haldinn í Alþingishúsinu í dag. Þrír málaflokkar voru teknir til umfjöllunar; umhverfis- og loftslagsmál, jafnréttismál og heilbrigðismál. Í lok þingfundar tók Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra við ályktunum ungmennaþingsins og sagði að þær yrðu teknar til umfjöllunar á Alþingi í haust og myndu fá skoðun í viðkomandi þingnefndum. Katrín sagði að ungmennaþingið væri mikilvægt vegna þess að með því fengju börn og ungmenni sterkari rödd.

Lesa meira

16.6.2019 : Allt að verða klárt fyrir þingfund ungmenna

IMG_1993_editedFerskir vindar hafa blásið um Alþingishúsið í dag, þar sem fram hefur farið undirbúningur fyrir þingfund ungmenna. Þingfundurinn verður í beinni útsendingu á RÚV kl. 12–13 á þjóðhátíðardaginn, 17. júní.

Lesa meira

14.6.2019 : Úthlutun fræðimannsíbúðar Húss Jóns Sigurðssonar

Jónshús_FræðimannsíbúðÚthlutunarnefnd fræðimannsíbúðar, samkvæmt reglum um Hús Jóns Sigurðssonar í Kaupmannahöfn, hefur lokið störfum og úthlutað íbúð fræðimanns á 2. hæð hússins frá ágústlokum 2019 til ágústloka 2020. Nefndinni bárust að þessu sinni umsóknir um dvöl til að sinna 43 verkefnum. Úthlutað var dvalartíma vegna tólf verkefna.

Lesa meira