Tilkynningar

13.12.2018 : Sérstök umræða um atvinnustefnu á opinberum ferðamannastöðum

Föstudaginn 14. desember um kl. 13:30 verður sérstök umræða um atvinnustefnu á opinberum ferðamannastöðum. Málshefjandi er Vilhjálmur Árnason og til andsvara verðurÞórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra.

Lesa meira

13.12.2018 : Blái naglinn gefur þingmönnum og starfsfólki Alþingis skimunarpróf

Blai-naglinn-afhendingForseti Alþingis tók við gjöf frá Bláa naglanum í dag, fyrir hönd þingmanna og starfsfólks Alþingis. Gjöfin er skimunarpróf sem greinir blóð í hægðum vegna ristilskrabbameins en Blái naglinn hefur gefið yfir 16.000 heimapróf frá árinu 2015.

Lesa meira

13.12.2018 : Laust starf alþjóðaritara

Skrifstofa Alþingis auglýsir eftir sérfræðingi í alþjóðamálum í stöðu alþjóðaritara. Alþjóðaritarar starfa fyrir alþjóðanefndir Alþingis á nefndasviði og vinna verkefni sem tengjast erlendu samstarfi.

Lesa meira

13.12.2018 : Aðalmaður tekur sæti

Föstudaginn 14. desember tekur Ásmundur Einar Daðason sæti á ný á Alþingi og víkur þá varamaður hans, Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir, af þingi.

Lesa meira

12.12.2018 : Sérstök umræða um Íslandspóst fimmtudag 13. desember

ThorsteinnViglundsson_SigurdurIngiFimmtudaginn 13. desember um kl. 13:30 verður sérstök umræða um Íslandspóst. Málshefjandi er Þorsteinn Víglundsson og til andsvara verður Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.

Lesa meira

12.12.2018 : Varamaður tekur sæti

Miðvikudaginn 12. desember tekur Snæbjörn Brynjarsson sæti á Alþingi sem varamaður fyrir Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur.

Lesa meira

10.12.2018 : Aðalmaður tekur sæti

Laugardaginn 8. desember tók Lilja Alfreðsdóttir sæti á ný á Alþingi og vék þá Alex B. Stefánsson af þingi sem varamaður hennar.

Lesa meira

10.12.2018 : Varamenn taka sæti

Mánudaginn 10. desember tekur Ellert B. Schram sæti sem varamaður fyrir Ágúst Ólaf Ágústsson og Albert Guðmundsson tekur sæti sem varamaður fyrir Guðlaug Þór Þórðarson.

Lesa meira

7.12.2018 : Sýning á endurgerðu heimili Ingibjargar og Jóns

4xiofMd-QsWoVtUmkCALgAForseti Alþingis, Steingrímur J. Sigfússon, opnaði fimmtudaginn 6. desember sl. sýningu í Jónshúsi í Kaupmannahöfn á heimili Ingibjargar Einarsdóttur og Jóns Sigurðssonar. Heimili þeirra sem var á 3. hæð hússins hefur verið endurgert á grundvelli heimilda um líf þeirra hjóna í Kaupmannahöfn, byggingasögulegra rannsókna á íbúðinni sjálfri auk sagnfræðilegra rannsókna á heimilislífi um miðbik 19. aldar í Kaupmannahöfn.

Lesa meira

7.12.2018 : Óundirbúnar fyrirspurnir 10. desember

Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra verða á dagskrá við upphaf þingfundar mánudaginn 10. desember kl. 15:00. Þá verða til svara forsætisráðherra, heilbrigðisráðherra, mennta- og menningarmálaráðherra, félags- og jafnréttismálaráðherra, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.

Lesa meira