Tilkynningar

Afgreiðsla forsætisnefndar á erindi um meint brot Ágústs Ólafs Ágústssonar á siðareglum fyrir alþingismenn

13.5.2019

Forsætisnefnd hefur lokið afgreiðslu á erindi um meint brot Ágústs Ólafs Ágústssonar á siðareglum fyrir alþingismenn. Bókun forsætisnefndar um málið, bréf nefndarinnar til Ágústs Ólafs Ágústssonar og álit ráðgefandi siðanefndar um hið meinta brot eru nú birt á vef Alþingis.

Tveir varaforsetar, Jón Þór Ólafsson og Þorsteinn Sæmundsson, stóðu ekki að afgreiðslu málsins og hafa áskilið sér rétt til að birta síðar sérstaka bókun um málið.
 
Bókun forsætisnefndar
Bréf forsætisnefndar til Ágústs Ólafs Ágústssonar
Álit ráðgefandi siðanefndar