Tilkynningar

Ágúst Ólafur Ágústsson í veikindaleyfi

8.2.2019

Forseta Alþingis, Steingrími J. Sigfússyni, hefur borist svofellt bréf frá formanni  þingflokks Samfylkingarinnar, Oddnýju Harðardóttur:


Alþingi, 8. febr. 2019.

Eins og tilkynnt var á þingfundi mánudaginn 10. des. sl. óskaði Ágúst Ólafur Ágústsson, 3. þm. Reykjavíkurkjördæmis suður, eftir launalausu leyfi frá þingstörfum af persónulegum ástæðum um tveggja mánaða skeið. Hann hefur nú skýrt mér frá því í dag að forföll hans muni vara lengur vegna veikinda og óski þess enn um sinn að varamaður hans sitji áfram á Alþingi meðan á þeim forföllum stendur.

Í samræmi við þessar upplýsingar óska ég eftir því að varamaður Ágústs Ólafs Ágústssonar, Einar Kárason, sitji áfram sem varaþingmaður meðan forföll aðalmanns vara.

Virðingarfyllst,

Oddný Harðardóttir,
formaður þingflokks Samfylkingarinnar.