Tilkynningar

Alþjóðaritari á skrifstofu Alþingis

19.10.2016

Skrifstofa Alþingis auglýsir eftir sérfræðingi í alþjóðamálum í stöðu alþjóðaritara. Alþjóðaritarar starfa á nefndasviði Alþingis fyrir alþjóðanefndir þingsins. Viðkomandi alþjóðaritari mun einkum sinna norrænu samstarfi og starfa fyrir Íslandsdeild Norðurlandaráðs. Starfið er krefjandi og því fylgja töluverð ferðalög.

Helstu verkefni og ábyrgð
Fagleg ráðgjöf á sviði alþjóðamála einkum norðurlandamála.
Umsjón með alþjóðanefnd.
Vinnsla verkefna er tengjast erlendu samstarfi.
Skipulag alþjóðlegra funda og ráðstefna hérlendis
Gerð þingmála.
Önnur verkefni.

Hæfnikröfur
Meistarapróf á sviði alþjóðastjórnmála eða önnur framhaldsmenntun á háskólastigi sem nýtist í starfi.
Víðtæk þekking á alþjóðamálum og norrænu samstarfi.
Starfsreynsla á sviði norræns samstarfs.
Reynsla af skipulagi stærri funda eða viðburða er æskileg.
Færni og lipurð í mannlegum samskiptum og rík þjónustulund.
Frumkvæði, sveigjanleiki og skipulagshæfni.
Geta til að vinna undir álagi.
Fullt vald á íslensku og færni í að tjá sig í ræðu og riti.
Mjög gott vald á dönsku, norsku eða sænsku og færni í að tjá sig í ræðu og riti.
Mjög gott vald á ensku og færni í að tjá sig í ræðu og riti.

Frekari upplýsingar um starfið
Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi forseta Alþingis og Félags starfsmanna Alþingis. 
Umsóknir óskast sendar rafrænt í gegnum ráðningarkerfi Orra. Umsókn skal fylgja ítarleg ferilskrá og kynningarbréf þar sem umsækjandi rökstyður hæfni sína í starfið. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir.
Skrifstofa Alþingis hvetur konur jafnt sem karla til að sækja um starfið. Umsóknarfrestur rennur út 7. nóvember nk. Tekið skal fram að umsóknir gilda í sex mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út. Alþingi er reyklaus vinnustaður.
Upplýsingar um starfsemi Alþingis og skrifstofu þingsins er að finna á vef Alþingis.

Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 07.11.2016

Nánari upplýsingar veitir
Hildur Eva Sigurðardóttir - hildureva@althingi.is - 563-0500
Stígur Stefánsson - stigur@althingi.is - 563-0500

Smelltu hér til að sækja um starfið