Tilkynningar

Atkvæðagreiðsla í einfaldri röð um bandorm

1.4.2020

Óvenjulegar aðstæður kalla á óvenjulegar aðgerðir. Í þessari myndasyrpu frá atkvæðagreiðslu á Alþingi mánudaginn 30. mars sést hvernig þingmenn ganga inn í þingsalinn í einfaldri röð, með góðu millibili, og greiða atkvæði, einn í senn, um frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum til að mæta efnahagslegum áhrifum heimsfaraldurs kórónuveiru.

Frumvarpið er svokallaður bandormur, sem er skilgreint þannig: Lagafrumvarp sem felur í sér breytingar á mörgum lögum samtímis er gjarnan nefnt bandormur þar sem það er í mörgum liðum eins og dýrið sem það dregur heiti sitt af.


IMG_5515

 

IMG_5498

IMG_5508

IMG_5521
IMG_5486

 

IMG_5480

 

IMG_5483