Tilkynningar

Auglýst eftir lögfræðingum á nefndasvið Alþingis

29.10.2020

Skrifstofa Alþingis auglýsir eftir lögfræðingum í störf nefndarritara á nefndasvið í tvær ótímabundnar stöður frá 1. febrúar 2021. Nefndarritarar starfa fyrir fastanefndir þingsins, veita lögfræðilega ráðgjöf og aðstoð og sjá um faglega yfirferð stjórnarfrumvarpa og annarra mála sem koma til meðferðar hjá fastanefndum. 

Nefndarritarar sinna auk þess skipulagningu nefndastarfsins og sjá um samskipti við aðila utan þings fyrir fastanefndir. Þá aðstoða þeir þingmenn við gerð lagafrumvarpa, þingsályktunartillagna og annarra þingmála. Á nefndasviði starfa um tuttugu sérfræðingar fyrir fastanefndir, alþjóðanefndir og þingmenn. Meginhlutverk nefndasviðs er að tryggja vandaða lagasetningu og að veita þingmönnum og nefndum þingsins faglega sérfræðiþjónustu og -ráðgjöf. Um er að ræða fjölbreytt og krefjandi starf í lifandi umhverfi.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Fagleg aðstoð og lögfræðileg ráðgjöf við fastanefndir og þingmenn 
  • Yfirferð lagafrumvarpa og annarra þingmála 
  • Vinnsla nefndarálita og breytingartillagna 
  • Gerð lagafrumvarpa og annarra þingmála 
  • Skipulagning og umsjón með starfi fastanefndar

Hæfnikröfur

  • Embættis- eða meistarapróf í lögfræði
  • Reynsla úr opinberri stjórnsýslu eða af sambærilegu starfi
  • Reynsla af gerð lagafrumvarpa er kostur 
  • Góð samskiptahæfni, jákvæðni, sveigjanleiki og rík þjónustulund 
  • Skipulagshæfileikar, frumkvæði og sjálfstæð og öguð vinnubrögð 
  • Mjög gott vald á íslensku jafnt í ræðu og riti
  • Góð tungumálakunnátta, einkum í Norðurlandamálum og ensku 
  • Geta til að vinna undir álagi

Frekari upplýsingar um starfið

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi forseta Alþingis og Félags starfsmanna Alþingis. Sótt er um starfið í gegnum ráðningarkerfi Orra. Umsókn skal fylgja ítarleg ferilskrá ásamt prófskírteinum og kynningarbréfi þar sem umsækjandi rökstyður umsókn sína og lýsir hæfni sinni til starfsins. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir. Umsóknir um starfið gilda í sex mánuði frá auglýsingu þessari. Gildi skrifstofu Alþingis eru fagmennska, virðing og framsækni.

  • Vinnutímaskipulag: Dagvinna
  • Starfshlutfall: 100%
  • Starfssvið: Sérfræðistörf
  • Stéttarfélag: Félag starfsmanna Alþingis
  • Umsóknarfrestur er til: 16.11.2020

Nánari upplýsingar veita:

Stígur Stefánsson, settur forstöðumaður nefndasviðs, stigur@althingi.is, s: 563 0500.
Steindór Dan Jensen, settur deildarstjóri nefndadeildar, steindorjensen@althingi.is, s: 563 0500.

Smelltu hér til að sækja um starfið