Tilkynningar

Bein útsending frá fundi fjárlaganefndar um fjármálaáætlun

19.4.2018

Föstudaginn 20. apríl er gert ráð fyrir opnum fundi hjá fjárlaganefnd Alþingis. Til umræðu verður 494. mál, fjármálaáætlun 2019-2023. Kl. 9:40 gestir verða frá fjármálaráði. 

Fundurinn verður haldinn í húsnæði nefndasviðs Alþingis í Austurstræti 8-10 og verður opinn fulltrúum fjölmiðla og almenningi meðan húsrúm leyfir.

Bein útsending verður frá fundinum á vef Alþingis og á sjónvarpsrás Alþingis á dreifikerfum Símans og Vodafone. 

Fundurinn er haldinn samkvæmt reglum um opna fundi fastanefnda Alþingis.