Tilkynningar

Bein útsending frá fundi um skýrslu um fall sparisjóðanna

2.5.2016

Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis mun halda opinn fund þriðjudaginn 3. maí kl. 9.00 um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um aðdraganda og orsakir erfiðleika og falls sparisjóðanna. Bein útsending verður frá fundinum

Gestir fundarins:

Kl. 9.00
Fulltrúar Seðlabanka Íslands: Harpa Jónsdóttir og Gerður Ísberg

Kl. 9.45
Fulltrúar Fjármálaeftirlitsins: Ragnar Hafliðason, Björk Sigurgísladóttir, Guðmundur Jónsson og
Gunnar Haraldsson, fyrrverandi stjórnarformaður Fjármálaeftirlitsins.

Kl. 10.45
Árni M. Mathiesen fyrrverandi fjármálaráðherra (í síma), Guðlaugur Þ. Þórðarson, fyrrverandi settur fjármálaráðherra, Steingrímur J. Sigfússon fyrrverandi fjármálaráðherra og Gylfi Magnússon fyrrverandi efnahags- og viðskiptaráðherra.

Fundurinn verður haldinn í húsnæði nefndasviðs Alþingis í Austurstræti 8-10 og verður opinn fulltrúum fjölmiðla og almenningi meðan húsrúm leyfir.

Bein útsending verður frá fundinum í ríkissjónvarpinu og á vef Alþingis og sjónvarpsrás Alþingis á dreifikerfum Símans og Vodafone.

Fundurinn verður haldinn samkvæmt reglum um opna fundi fastanefnda Alþingis.