Tilkynningar

Blómakrans frá Alþingi lagður á leiði Ingibjargar H. Bjarnason

19.6.2015

Blómakrans lagður á leiði Ingibjargar H. Bjarnason.

Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, og Silja Dögg Gunnarsdóttir, 2. varaforseti, lögðu blómakrans frá Alþingi á leiði Ingibjargar H. Bjarnason á 100 ára afmæli kosningarréttar kvenna, 19. júní 2015. Ingibjörg var fyrst kvenna kjörin til setu á Alþingi árið 1922. Fjöldi þingmanna var viðstaddur athöfnina.Blómakrans lagður á leiði Ingibjargar H. Bjarnason.


Ljósmyndir © Bragi Þór Jósefsson.