Tilkynningar

Bréf forseta til fyrrverandi alþingismanna

27.6.2018

Forseti Alþingis hefur ritað bréf til alþingismanna sem kjörnir voru til setu á Alþingi á tímabilinu 2007 til 2016 og greint þeim frá því að forsætisnefnd Alþingis hafi ákveðið að birta á vef Alþingis upplýsingar um laun og kostnaðargreiðslur til þeirra alþingismanna sem sátu á Alþingi á þeim tíma líkt og gildir um þá alþingismenn er nú sitja á Alþingi. Jafnframt er fyrrverandi alþingismönnum gefinn kostur á að koma á framfæri athugasemdum við þessa fyrirætlan áður en til birtingar kemur. Í bréfinu er þess óskað að þær berist forsætisnefnd fyrir 13. júlí nk.