Tilkynningar

Dagskrá hátíðarfundar Alþingis á Þingvöllum 18. júlí kl. 14

17.7.2018

Dagskrá hátíðarfundar Alþingis á Þingvöllum 18. júlí kl. 14

Lúðragjall

Frumflutningur verksins. Höfundur: Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson.

Blásarar úr Sinfóníuhljómsveit Norðurlands leika.

Setning þingfundar

Forseti Alþingis, Steingrímur J. Sigfússon, setur þingfund og flytur ávarp.

 

Ísland ögrum skorið

Ljóð: Eggert Ólafsson, lag: Sigvaldi Kaldalóns.

Schola cantorum syngur undir stjórn Harðar Áskelssonar.

 

Umræður um dagskrármálið

Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs.

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins.

Inga Sæland, formaður Flokks fólksins.

Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.

Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins.

Þorgerður K. Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, formaður þingflokks Pírata.

Atkvæðagreiðsla

 

Heilræðavísa

Þjóðvísa, lag: Jón Nordal.

Schola cantorum syngur undir stjórn Harðar Áskelssonar.

 

Forseti danska Þjóðþingsins, Pia Kjærsgaard, flytur ávarp.

 

Land míns föður

Ljóð: Jóhannes úr Kötlum, lag: Þórarinn Guðmundsson.

Schola cantorum syngur undir stjórn Harðar Áskelssonar.

 

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, flytur ávarp.

Forseti Íslands les forsetabréf um frestun á fundum Alþingis.

Þingheimur rís úr sætum og minnist ættjarðarinnar.

Gestir rísa úr sætum.

 

Þjóðsöngurinn

 

Lúðragjall

Höfundur: Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson.

Blásarar úr Sinfóníuhljómsveit Norðurlands leika.100 ára afmæli fullveldis á Þingvöllum