Tilkynningar

Danska þjóðþingið og ríkisstjórn Danmerkur minnast 100 ára fullveldisafmælis Íslands

10.10.2018

Folketinget, danska þjóðþingið, og ríkisstjórn Danmerkur standa saman að hátíðardagskrá í Kaupmannahafnaróperunni 10. október 2018, til að fagna 100 ára fullveldi Íslands. Þar munu íslenskir listamenn koma fram og forseti Íslands, forseti danska þingsins og forsætisráðherra Danmerkur flytja hátíðarávarp. Til viðburðarins er boðið fjölda danskra og íslenskra gesta. Forseti Alþingis, Steingrímur J. Sigfússon, sækir viðburðinn, sem gestur danska þingsins, en jafnframt er boðið formönnum þingflokka á Alþingi. Þá mun forseti Alþingis vera við málþing um 100 ára fullveldi Íslands, sem haldið er í Kaupmannahafnarháskóla.