Tilkynningar

Deildarstjóri ræðuútgáfu upplýsinga- og útgáfusviðs Alþingis

14.7.2016

Deildarstjóri

Skrifstofa Alþingis auglýsir laust til umsóknar starf deildarstjóra ræðuútgáfu. Ræðuútgáfudeildin annast útgáfu þingræðna á vef Alþingis. Í því felst ritstýring, yfirlestur, heimildakönnun, færsla gerðabókar, samskipti við fjarvinnsluritara o.fl. Í deildinni starfa sex ræðulesarar og tveir ritstjórar auk þriggja fjarvinnsluritara.

Helstu verkefni og ábyrgð

 • Dagleg stjórnun og rekstur deildarinnar.
 • Forusta um fagleg vinnubrögð í deildinni.
 • Samskipti við þingmenn og starfsmenn.
 • Þátttaka í starfi stjórnenda skrifstofu Alþingis.
 • Kynning á starfi deildarinnar.
 • Umsjón með að verkefnum sé sinnt í samræmi við gildi skrifstofunnar.
 • Þátttaka í innlendu og alþjóðlegu samstarfi.


Hæfnikröfur

 • Háskólamenntun sem nýtist í starfi.
 • Yfirgripsmikil þekking á íslensku máli.
 • Reynsla af ritvinnslu og útgáfustörfum.
 • Reynsla af notkun gagnagrunna.
 • Stjórnunarreynsla æskileg.
 • Geta til að leiða vinnu annarra og hvetja til árangurs. 
 • Lipurð í samskiptum og hæfni til að vinna með öðrum.
 • Sjálfstæði, frumkvæði og metnaður í starfi.
 • Geta til að takast á við breytingar.
 • Gott vald á ensku og einu Norðurlandamáli.

Frekari upplýsingar um starfið

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi forseta Alþingis og Félags starfsmanna Alþingis.

Umsóknir óskast sendar rafrænt í gegnum ráðningarkerfi Orra. Umsókn skal fylgja ítarleg ferilskrá og kynningarbréf þar sem umsækjandi rökstyður hæfni sína í starfið. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir. 

Skrifstofa Alþingis hvetur karla jafnt sem konur til að sækja um starfið. Tekið skal fram að umsóknir gilda í sex mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út. Alþingi er reyklaus vinnustaður.

Upplýsingar um starfsemi Alþingis og skrifstofu þingsins er að finna á vef Alþingis.

Starfshlutfall er 100%

Umsóknarfrestur er til og með 10.08.2016

Nánari upplýsingar veitir Solveig K. Jónsdóttir - solveig@althingi.is - 563-0500

Smelltu hér til að sækja um starfið