Tilkynningar

Einn starfsmaður smitaður og í einangrun

17.3.2020

Viðbragðsteymi Alþingis greindi frá því síðdegis í dag að niðurstaða úr skimun hefur leitt í ljós að einn starfsmaður skrifstofunnar er smitaður af kóróna-veirunni. Sá starfsmaður hefur verið veikur og í fyrirskipaðri sóttkví síðustu daga en er nú kominn í einangrun og er á batavegi. Þeim sem hafa verið í samskiptum við þennan einstakling hefur verið greint frá stöðunni.

Þá eru tveir starfsmenn skrifstofunnar í fyrirskipaðri sóttkví eftir að hafa verið í samskiptum við smitaða einstaklinga, en báðir þessir starfsmenn eru þó frískir. Þau sem viðkomandi starfsmenn áttu í samskiptum við hér innanhúss hafa verið upplýst um það.

Einhverjir þingmenn og starfsfólk eru í sjálfskipaðri sóttkví eða smitvari vegna aðstæðna, ýmist af persónulegum heilsufarsástæðum eða einhvers nákomins.